Fréttir

02.12.2024

Dagur íslenskrar tónlistar

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag. Af því tilefni hópuðust nemendur og starfsfólk saman í íþróttahúsið, hlustuðum saman á setningu og sungu saman ,,Húsið og ég" eftir að hafa hlustað á fluttning Helga Björnssonar á laginu.
29.11.2024

Samsöngur í Giljaskóla í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar

Hátíðardagskrá í tilefni að Degi íslenskrar tónlistar var haldin í Hörpu í morgun 29. nóvember kl. 10:00. Af því tilefni fóru allir árgangar í Giljaskóla sem voru í húsi niður í íþróttahús, hlustuðu á Helga Björnsson flytja lagið ,,Húsið og ég" , af því loknu var samsöngur þar sem allir tóku vel undir.
18.11.2024

Heimalestrarappið Læsir- 1.-4. bekkur

Giljaskóli hefur fengið prufuaðgang að heimalestursappinu Læsir og ætlar að prófa notkun á því með foreldrum á yngsta stigi (1.-4.bekkur). Læsir á að koma í staðinn fyrir hina hefðbundnu skráningu á heimalestri þar sem nemandi hefur gengið á milli heimilis og skóla með ákveðið hefti þar sem foreldri hefur kvittað fyrir heimalestri barnsins. Þessi aðferð er barns síns tíma og teljum við betra að færa okkur yfir í rafræna skráningu til að halda betur utan um lestur nemenda.