Fréttir

13.08.2019

Giljaskóli settur 22. ágúst kl. 10

Kæru nemendur 2. - 10. b. og foreldrar / forráðamenn Giljaskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10:00. Við byrjum í íþróttasal skólans þar sem Kristín skólastjóri setur skólann. Síðan fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur og eiga samtal um skólastarfið sem framundan er. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra hitta umsjónarkennara í samtölum 22. og 23. ágúst. Foreldrar munu fá bréf um það frá umsjónarkennurum.
19.06.2019

Giljaskóli hlaut styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Giljaskóli hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á menntun í upplýsingatækni og það að nýta möguleika tækninýjunga til að auka gæði náms nemenda skólans.
03.06.2019

Erasmus Plus verkefni í Giljaskóla

Á vordögum 2018 hlaut Giljaskóli styrk á vegum Erasmus Plus til tveggja ára vegna þátttöku í verkefni á þeirra vegum. Umsóknin var unnin af fjórum kennurum skólans, þeim Önnu Maríu Þórhallsdóttur, Astrid Hafsteinsdóttur, Söndru Rebekku og Sigrúnu Magnúsdóttur. Verkefnið sem sótt var um sneri að þátttöku á námskeiði í þvermenningarlegri verkefnastjórnun sem haldið var á Krít dagana 7. - 12. apríl 2019. Markmið námskeiðsins var að þjálfa verkefnastjóra yfir verkefnum á vegum Erasmus Plus og var Giljaskóli eini skólinn á Íslandi sem sótti um námskeiðið að þessu sinni.