Fréttir

24.06.2021

Áheitahlaup til styrktar UNICEF

Áheitahlaup Giljaskóla til styrktar verkefna UNICEF fór fram 28. maí. Safnaðist 301.040 kr. Einhverjir kusu að leggja beint inn á reikning UNICEF fyrst það var í boði. Höfum ekki yfirlit hve mikið það var til viðbótar. Frábært framlag frá nemendum og aðstandendum :)
04.06.2021

Skólaslit Giljaskóla þriðjudaginn 8. júní 2021

Þá er þetta skólaár senn liðið. Skólaslit Giljaskóla verða þriðjudaginn 8. júní. Þau verða með ögn breyttu sniði eins og í fyrra, þar sem við búum enn við fjöldatakmarkanir vegna covid-19. Því er ekki unnt að bjóða foreldrum nemenda í 1. - 9. bekk með á skólaslitin að þessu sinni. Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla en fara síðan í stofur til að kveðja bekk og umsjónarkennara. Nemendur í 1. - 3. bekk mæta á sal kl. 9:00 Nemendur í 4. - 6. bekk og 1. - 9. bekk sérdeildar mæta á sal kl. 9:30 Nemendur í 7. - 9. bekk mæta á sal kl. 10:00 Útskrift 10. bekkjar Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00. Myndataka af útskriftarnemum og kennurum fer fram í íþróttasalnum fyrir athöfn (um 15:30). Eftir athöfnina verður kaffi í matsalnum fyrir útskriftarnema og foreldra/forráðamenn.
04.06.2021

Fræðsluráð veitir viðurkenningar

Á miðvikudaginn 2. júní veitti fræðsluráð Akureyrarbæjar viðurkenningar þeim sem hafa skarað sérstaklega fram úr í skólastarfi. Þrír starfsmenn frá Giljaskóla, þær Steinunn Línbjörg, Thelma Snorra og Inga Dís hlutu viðurkenningu fyrir nemendastýrð námssamtöl. Inga Dís fékk einnig viðurkenningu fyrir nýstárlega kennsluhætti og skapandi verkefni. Óskum við þeim innilega til hamingju. Hér má sjá frétt um þennan viðburð á heimasíðu Akureyrarbæjar
28.05.2021

Unicef hreyfingin

06.05.2021

Skólahreysti