Fréttir

22.05.2019

Skólaslit 3. júní

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk og sérdeild hefjast kl. 10:00 í íþróttahúsinu og í framhaldi kveðja þeir umsjónarkennara sína í heimastofum. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir. Áætlað að þetta taki um klukkustund. Frístund er lokuð. Skólaslit hjá 10. bekk hefjast kl. 16:00 í íþróttahúsinu og eiga nemendur að mæta stundvíslega kl. 15:20 í íþróttahúsið því það verður byrjað á myndatöku. Að því loknu er hið hefðbundna kaffihlaðborð fyrir 10. bekk og aðstandendur í matsal Giljaskóla.
17.05.2019

Tóbakslaus bekkur

Nemendur í 7. HR tóku þátt í verkefni í vetur sem Embætti landlæknis leggur fyrir. Verkefnið kallast Tóbakslaus bekkur og þurfa nemendur að búa til áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. 7., 8. og 9. bekkur mega taka þátt. Okkar krakkar ákváðu að búa til stuttmynd og lag og lögðu mikla vinnu og metnað í verkefnið. Þau sáu um handritsgerð, lag, textagerð, upptökur, leik, leikmuni, klæðnað og klippingu ásamt því að skrifa undir að hafa verið tóbakslaus í vetur. Embætti landlæknis fékk send verkefni frá 230 bekkjum af landinu öllu og verðlaunaði 10 verkefni sem þóttu skara fram úr, en 7. HR átti eitt þeirra og fær bekkurinn 5 þús. krónur á hvern nemanda til að gera eitthvað skemmtilegt nú á vordögum. Hér er hægt að skoða
16.05.2019

Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk

Kynningarfundur fyrir verðandi 1. bekk og foreldra verður haldinn í skólanum næstkomandi fimmtudag 23. maí kl. 10.00 á sal skólans. Á fundinum fara nemendur í kynnisferð um skólann í fylgd 5. bekkinga sem eru verðandi vinabekkir þeirra næstu árin. Á meðan munu stjórnendur skólans funda með foreldrum og upplýsa þá um hvernig skólastarfi verði háttað næsta vetur. Á fundinn mæta einnig verðandi umsjónarkennarar árgangsins og umsjónarmaður Frístundar sem segir frá lengdri viðveru.
30.04.2019

SKÓLALEIKUR