Fréttir

19.03.2019

ABC - börn hjálpa börnum

Líkt og undanfarin ár taka börn í 5. bekk í Giljaskóla þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum á vegum ABC hjálparsamtaka. Þau munu ganga í hús í hverfinu með söfnunarbauka frá 19.mars. Þetta er 22. árið sem þessi söfnun grunnskólabarna fer fram og er hún mjög mikilvæg fjáröflun fyrir ABC barnahjálp. Fyrir afrakstur þessara safnana í gegnum árin hafa verið fjármagnaðar byggingar fjölmarga skóla og heimila fyrir fátæk börn í Afríku og Asíu. Margt smátt gerir eitt stórt – takið vel á móti krökkunum.
15.03.2019

Árshátíðir 2019

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans þriðjudaginn 26. mars, miðvikudaginn 3. apríl og fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það er ekki posi á staðnum. Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða. Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla verða sem hér segir;
14.03.2019

Upplestrarkeppni

Í gær, 13. mars, var haldin árleg upplestrarkeppni Giljaskóla sem er undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina sem haldin verður í Menntaskólanum á Akureyri í næstu viku. Keppnin er fyrir nemendur 7. bekkjar. Fyrir daginn í dag hafði verið haldin forkeppni í báðum bekkjum árgangsins og fimm úr hvorum bekk valin. Skáld keppninnar voru Birgitta Elín Hassel og Marta H. Magnadóttir sem eru höfundar bókarinnar Gjöfin sem er í bókaflokknum óhugnanlega Rökkurhæðir og Davíð Stefánsson ljóðskáld. Krakkarnir lásu eitt textabrot og svo ljóð og allir skiluðu hvoru tveggja af stakri prýði. Keppnin var
20.12.2018

Jólakveðja

12.12.2018

Ný gjaldskrá