Fréttir

17.02.2020

Skíðadagur í Hlíðarfjalli á morgun, 18. febrúar

Við minnum á að á morgun, þriðjudaginn 18. febúar, verður skíðadagur í Hlíðarfjalli. Við biðjum foreldra um að kynna sér það skipulag sem sent hefur verið heim og sjá til þess að krakkarnir komi vel búnir og nestaðir.
14.02.2020

Fjör hjá 5. bekk

5.bekkur ákvað að nýta sér veðrið og skella sér í Vættagilsbrekkuna að renna. Mikið fjör og mikið gaman. Hvatning til allra í Giljaskóla að nýta helgina vel í hreyfingu.
14.02.2020

Skólahald með eðlilegum hætti á Akureyri

Skólahald verður með eðlilegum hætti í dag. Veðurspá gerir ekki ráð fyrir mjög slæmu veðri hér á Akureyri. Þó er vissara að hafa varann á og fylgjast vel með viðvörunum og tilkynningum á heimasíðu skólans og í tölvupósti.