Fréttir

18.11.2022

Heimsókn Dr. Bryony Mathew

Á þriðjudaginn síðasta fékk 4. bekkur mjög ánægjulega og áhugaverða heimsókn. Breski sendiherrann á Íslandi, Dr. Bryony Mathew ásamt tveimur starfsmönnum sendiráðsins komu hingað í Giljaskóla og heimsótti nemendur 4. bekkjar til að ræða við þá um spennandi störf framtíðarinnar.
19.10.2022

5. bekkur safnar birkifræjum vegna landsátaks í söfnun og sáningu birkifræs

Nemendur 5. bekkjar í Giljaskóla söfnuðu í dag birkifræjum í tengslum við landsátak í söfnun og sáningu birkifræs sem hófst haustið 2020. Íslensk stjórnvöld stefna að því að stækka birkiskóga landsins, en markmið Íslands er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins en í dag vaxa birkiskógar aðeins á 1,5% landsins. Það að taka þátt í verkefninu gefur unga fólkinu okkar færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Upplýsingar um verkefnið er að finna á vefsíðunni www.birkiskogur.is
19.10.2022

Guðríður tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna

Guðríður Sveinsdóttir, kennari við Giljaskóla, hefur verið tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari. Það er mikill heiður fyrir kennara að fá slíka tilnefningu og við getum svo sannarlega verið stolt af Guðríði og vitum að viðurkenningin er verðskulduð. Afhending verðlaunanna fer fram á Bessastöðum miðvikudaginn 2. nóvember.
30.09.2022

Rave-ball