Fréttir

25.09.2018

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur félagsins verður fimmtudaginn 27.september. Fundurinn verður haldinn í sal skólans klukkan 19:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Einnig getum við alltaf bætt við okkur góðu fólki í stjórn félagsins. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
10.09.2018

Nýtt skóladagatal

Breytingar á skóladagatali hafa verið gerðar og hefur nýtt dagatal verið sett inn á heimasíðuna. Breytingar voru þær að árshátíð var færð fram um viku og þemadagar hjá 1. - 7. bekk var sett inn í byrjun okt.
04.09.2018

Norræna skólahlaupið

Á morgun miðvikudaginn 5. sept. er Norræna skólahlaupið. Við stefnum að því að allir hlaupi / skokki / labbi milli klukkan 10 og 11 Að sjálfsögðu biðjum við alla að koma vel klædd til útiveru og hreyfingar, t.d. góða skó. Kveðja, íþróttakennarar