Fréttir

19.10.2020

Hertar sóttvarnaaðgerðir

Vegna fjölgunar covid-smita á Norðurlandi eystra síðustu daga munum við herða sóttvarnir í skólanum. Í því felst grímuskylda meðal starfsfólks þar sem ekki verður viðkomið að halda tveggja metra reglu. Frá og með morgundeginum verður starfsfólkið hólfað meira niður en það sama gildir ekki um nemendur. Samvalsgreinar á unglingastigi falla niður a.m.k. þessa viku. Til og með 26. október verður skólinn lokaður öllum utankomandi aðilum. Ef viðkomandi á brýnt erindi er nauðsynlegt að vera með grímu. Best er að nýta tölvupóstinn og símann til að vera í samskiptum við skólann.
16.10.2020

Réttindaskólinn - aðgerðaáæltun

Haustið fer vel af stað og innleiðing réttindaskólans gengur vonum framar. Við erum afskaplega stolt af nemendum í réttindaráði og eiga þeir hrós skilið fyrir sitt framlag. Bráðum líður að úttekt þar sem UNICEF mun vega og meta innleiðinguna og hvort við séum hæf til að hljóta viðurkenningu sem Réttindaskóli þann 20. nóvember. Á fyrstu vikum haustsins vann réttindaráð að því að tengja greinar barnasáttmálans við aðgerðaáætlunina. Við erum spennt fyrir því að ljúka innleiðingarferlinu á næstu vikum.
14.10.2020

Nemendasamtöl

Vegna sóttvarnaraðgerða verða foreldrar ekki boðaðir í skólann í samtöl því nauðsynlegt er að takmarka komur í skólann við nemendur og starfsfólk. Samtölin munu fara fram með hjálp fjarfundaforrits (google meet) og bindum við vonir við að það beri sama árangur og ella hefði orðið. Hlekkur á skjal fáið þið með því að smella á fréttina.
09.06.2020

Viðurkenning