Fréttir

24.03.2021

Frá Giljaskóla

Í ljósi nýrra upplýsinga um hertar sóttvarnarreglur á landsvísu sem taka gildi á miðnætti er skólanum lokað. Nemendur í Giljaskóla eru því komnir í páskafrí. Frístund verður einnig lokuð þennan sama tíma. Þriðjudagurinn 6. apríl er skipulagsdagur. Nánari upplýsingar um skólahald eftir páska verður sent út þegar þær liggja fyrir. Gleðilega páska
24.03.2021

Árshátíðardagar 1. - 7. bekkjar og sérdeildar í Giljaskóla

Nú standa yfir árshátíðardagar í Giljaskóla. Þeir eru með breyttu sniði að þessu sinni vegna sóttvarnarráðstafana og því eru ekki foreldrasýninar eða kaffihlaðborð, Hátíðin var samt haldin hjá nemendum og starfsfólki og í gær voru fjölbreytt, metnaðarfull og skemmtileg atriði sýnd á nemendasýningm. Nemendur sérdeildar gerðu líflegt og skemmtilegt tónlistarmyndband, 1. - 3. bekkur sýndi Tröll í þremur hlutum, 4. bekkur kynnti okkur fyrir Bakkabræðrum, 5. bekkur sýndi Ávaxtakörfuna, 6. bekkur var með skemmtilegt taktfast dansatriði og 7. bekkur sýndi stutt skemmtileg myndbrot og sungu síðan vinalag við fallegan texta Ingunnar Sigmarsdóttur skólasafnskenara Giljaskóla. Mikil stemning var í húsinu og gleðin við völd :) Í dag vinna nemendur á stöðvum í blönduðum hópum og enda skóladaginn á diskói í íþróttasal skólans.
23.03.2021

Ásmundur Einar heimsækir Giljaskóla

Í dag, þriðjudaginn 23. mars, kom Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra í heimsókn til okkar í Giljaskóla. Tilefnið var að kynnast starfinu í Giljaskóla og heyra hvaða áhrif það hefur á skólastarfið að Giljaskóli sé orðinn Réttindaskóli Unicef. Þrír nemendur skólans, þau Brynja Dís, Ívan Elí og Kristinn Örn, fulltrúar úr réttindaráði skólans, gengu um skólann með ráðherra, sögðu frá skólastarfinu og svöruðu fyrirspurnum ásamt fulltrúum starfsfólks í réttindaráði og stjórnendum. Við þökkum Ásmundi Einari hjartanlega fyrir komuna!
12.03.2021

Stuttmyndadagar