Fréttir

10.01.2020

Eyðublað til að tilkynna einelti eða grun um einelti

Nú er komið á heimasíðu Giljaskóla eyðublað sem hægt er að nota til að tilkynna einelti eða grun um einelti. Hlekkinn er að finna á forsíðu heimasíðunnar undir "tenglar". Við hvetjum aðila skólasamfélagsins til að nýta þennan hlekk eða hafa samband við umsjónarkennara ef grunur vaknar um einelti. Rafrænar tilkynningar berast til námsráðgjafa sem er aðili í aðgerðarteymi skólans. Fer erindið þá fyrir aðgerðarteymið og vinnur teymið ásamt umsjónarkennara og foreldrum að könnun og úrlausn málsins. Unnið eftir aðgerðaráætlun skólans gegn einelti. Við hvetjum foreldra til að kynna sér þá áætlun sem er að finna hér á heimasíðu skólans.
08.01.2020

Valgreinar falla niður í dag

Valgreinar falla niður í dag vegna veðurs.
08.01.2020

Tilkynning frá Giljaskóla vegna veðurs

Gefin hefur verið út appelsínugul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra. Samkvæmt veðurspá gengur vestan- og suðvestanhvellur yfir svæðið um miðjan dag eða frá um kl. 11 til 14. Spáð er vindhraða upp á um 20 m/s og talsverðri úrkomu. Búast má við samgöngutruflunum og börn ættu ekki að vera ein á ferli meðan tvísýnt er. Þar sem spáin gefur til kynna að áhlaupið verði afmarkað og standi stutt yfir þá er ekki talin ástæða til að aflýsa skólastarfi. Hins vegar er mælst til þess að foreldrar og forráðamenn barna kynni sér stöðu mála og hugi sérstaklega að skólalokum og heimferð barna.
17.12.2019

Áfram lestur ...