Fréttir

09.10.2019

Þemadagar tileinkaðir barnasáttmálanum

Í dag og á morgun eru þemadagar hjá okkur. Giljaskóli er réttindaskóli Unicef og því eru dagarnir tileinkaðir fjölbreyttri vinnu með greinar barnasáttmálans.
04.10.2019

Opinn prjónatími

Miðvikudaginn 2. október var opinn prjónatími hjá 4. bekk. Þá fengu allir nemendur í textílhópnum að bjóða einum fullorðnum með sér til þess að aðstoða sig við að læra að prjóna. Eftir að hafa glímt við prjónana í um klukkustund fengu allir hressingu bæði börn sem fullorðnir. Allir nutu samverunnar og ungu prjónararnir fóru úr tímanum glaði og stoltir af vinnu sinni. Þetta er fjórða árið sem þessi viðburður er haldinn og hefur gefið mjög góða raun. Markmið ..
25.09.2019

Aðalfundur

Aðalfundur foreldrafélags Giljaskóla verður haldinn 2.október klukkan 19:30 í sal Giljaskóla