Fréttir

15.09.2020

Útivistardagur næsta föstudag

Við frestuðum útivistardegi 4. september vegna veðurs en nú er hann kominn á dagskrá næstkomandi föstudag, 18. september. Nemendur skólans munu þá njóta útivistar og hreyfingar þennan dag og fá foreldrar nánari skilaboð um það frá umsjónarkennurum. Veðurspáin er góð og vonumst við til að við getum notið veðurblíðunnar.
03.09.2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í gær

Nemendur Giljaskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Gátu nemendur valið að hlaupa 2,5 km, 5 og 10 km. Með hlaupinu er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Til að skapa góða stemningu var tónlist spiluð við skólann og boðið upp á ávexti. ÍSÍ mun senda nemendum viðurkenningarskjal á næstu dögum.
19.08.2020

Skólasetning Giljaskóla 24. ágúst 2020

Nú er komið að því að hefja skólaárið 2020-2021 og hlökkum við virkilega til að fá krakkana aftur í skólann. Skólasetning Giljaskóla verður haldin mánudaginn 24. ágúst kl. 10:00. Vegna aðstæðna verður skólasetningin með öðru sniði en venja er og því miður geta foreldrar ekki tekið þátt að þessu sinni en þeir geta fylgst með skólasetningu skólastjóra á slóð sem send verður foreldrum að morgni skólasetningardags.
09.06.2020

Viðurkenning