Nemendur Giljaskóla styðja við abc hjálparstarf á erfiðum tímum

Við í Giljaskóla höfum verið að styrkja tvö börn í mörg ár. Eftir hverja söfnun hefur verið örlítill afgangur sem hefur safnast upp á reikning hjá okkur. Hugmyndir höfðu verið uppi um að styðja betur við ABC og nú kemur hann sér vel og ætlum við að nota hann til að leggja ABC lið með 50.000 króna framlagi til kaupa á matarpökkum handa fjölskyldum barna á vegum ABC sem eru verst stödd.  Sá hópur sem verður hvað verst úti eru þeir sem búa við viðvarandi skort, þar á meðal eru fjölskyldur barna sem eru í skólum á vegum ABC barnahjálpar í Afríku og Asíu, en skólum hefur víðast hvar verið lokað.

Hér er hægt er að lesa nánar um söfnun ABC vegna COVID 19.