Íþróttir í grunnskólum

Mér finnst Ísland vera mikið íþróttaland. Margir íslenskir íþróttaafreksmenn ná frábærum árangri í sínum greinum, t.d íslenska landsliðið í fótbolta og ólympíufararnir okkar og margir fleiri sem er frábært. Flestir sem ná svona góðum árangri eru búnir að æfa sína íþrótt síðan þeir voru ung börn. Einnig eru þau flest öll búinn að æfa íþróttir í grunnskólanum sem þau voru í sem börn. Mér finnst það mjög líklegt að íþróttir í grunnskólunum hafi hjálpað eitthvað til við árangurinn seinna meir. Í þessari grein ætla ég að fjalla um hvernig væri hægt að bæta íþróttirnar í grunnskólunum og efla íþróttastarf frá 1. til 10. Bekk.

Mér finnst að íþróttatímarnir í grunnskólunum ættu að vera lengri. Þeir eru núna í lang flestum skólum að ég held 40 mín, að mínu mati finnst að þeir ættu að vera 60-80 mín. Í 40 mínútna tíma hérna í er maður varla búinn að hita upp þegar að tíminn er að klárast, svo þegar tíminn er búinn hefur maður c.a 10 mínútur. Til að fara úr íþróttafötunum drífa sig í sturtu með hinum strákunum, þurrka sig og klæða sig í hrein föt og labba síðan í tíma.

Einnig finnst mér að íþróttatímarnir ættu að fjölbreyttari en þeir eru núna. Því ef það eru fjölbreyttari tímar er líklegra að krakkarnir finni eitthvað við sitt hæfi og kannski byrja að æfa það. Einnig vantar meira af skemmtilegum íþróttum t.d fótbolta, handbolta og fleira.

Mér finnst líka að klefatíminn ætti að vera lengri en hann er núna, einfaldlega vegna þess að það er eiginlega enginn tími til að gera það sem maður þarf að gera á 10 mínútum.

Það sem þarf að laga við íþróttatímana á Íslandi er að það þarf að lengja tímana um 20 mínútur eða bæta bara við öðrum íþróttatíma seinna í vikunni. Einnig þarf að lengja klefatímann til muna, vegna skorts á tíma við að græja sig. Einnig finnst mér að íþróttatímarnir ættu að vera fjölbreyttari.

 

http://www.giljaskoli.is/is/frettir/lengri-ithrottatima-i-giljaskola

 

Alexander Örn 10. RK