Lengri íþróttatíma í Giljaskóla

Giljaskóli er að mínu mati frábær skóli. Það eru ekki margir betri skólar á Íslandi af því skólinn er ungur. Vegna þess að byggingin er ekki gömul, er hún ekki byrjuð að eyðileggjast eða brotna niður. Í skólanum eru líka góðir kennarar og flottir nemendur.

Mér finnst mjög gaman í íþróttum, gera æfingar og hreyfa mig svona aðeins á  morgnana og um hádegið. Það eru líka margir nemendur í skólanum sem hafa gaman af skólaíþróttum. Í Giljaskóla eru líka krakkar sem æfa ekki neitt og þá eru skólaíþróttir eina æfingin sem þau fá um daginn. Þessir krakkar eru kannski bara að fá 40 mínútna íþróttatíma tvo daga vikunnar  sem mér finnst alls ekki mikið. Þá eru þessir krakkar bara að fá 80 mínútur í æfingar eða skólaíþróttir í viku sem mér persónulega finnst vera alltof lítið fyrir krakkana hér í Giljaskóla. Krakkar í dag hafa aðgang að svo miklu nammi og óhollri fæðu á meðan þau hanga bara í tölvunni allan daginn og fá enga æfingu. Ef það væru lengri eða fleiri íþróttatímar í viku yrðu krakkar nú til dags kannski ekki jafn þybbnir og óhraustir og þeir eru. Mig langar í fleiri eða lengri íþróttatíma í skólanum til þess að krakkar fá meiri hreyfingu og æfingu í skólanum. Þá verða þau heilbrigðari og virkari það sem eftir er dagsins í skólanum. Hjá mér eins og mörgum öðrum nemendum eru dagarnir sem maður fer í skólaíþróttir alltaf skemmtilegustu skóladagar vikunnar og ég held að meirihluti nemanda Giljaskóla myndu segja það nákvæmlega sama.

Krakkar fá of litla æfingu og mér finnst 40 mínútna íþróttatími bara vera alltof lítið fyrir heila viku. Gætum við haft íþróttatímana helmingi lengri en þeir eru eða haft fleiri tíma á viku? Þá myndi skólinn vera alveg fullkominn fyrir mig og marga aðra nemendur Giljaskóla.

 

Breki Harðarson 8. HJ