Vinnustundir í Giljaskóla

Giljaskóli er góður skóli en alltaf er eitthvað sem hægt er að gera betur.

Á efsta stigi eru svokallaðar vinnustundir sem gott er að nýta til að draga úr álagi heimanáms utan skólans. Því miður nýta ekki allir þessa tíma vel og það getur bitnað á öðrum nemendum.

Nemendur á efsta stigi í Giljaskóla fá vinnustundir á mánudögum og föstudögum í 40 mínútur hvorn daginn. Vinnustundirnar virka þannig að hver og einn nemandi í 8.-10. bekk getur valið sér stofu til að vera í og unnið þar heimavinnu. Ef engin heimavinna er þá finnur maður sér eitthvað til að gera svo sem stærðfræði, lestur eða eitthvað annað námsefni. Gott er að velja sér stofu hjá kennara sem kennir það fag sem þú ætlar að vinna í. Kennarinn er þá fær um að aðstoða nemandann með heimanámið eftir þörfum. Þetta finnst mér mjög sniðugt til að minnka það sem maður þarf að gera heima. Ég ræddi við stelpu í 10. bekk í Lundarskóla og það er mjög svipað skipulag hjá þeim nema þau fá nokkur verkefni sem þau þurfa að klára yfir mánuðinn. Svo mega þau lesa eða vinna heimanám í tímunum eftir að þau hafa klárað verkefnin.  Ég hef tekið eftir því að það nýta sér ekki allir þessa tíma og mér finnst það ekki nógu gott því það gæti skemmt fyrir öðrum þar sem ég vil alls ekki missa þessa tíma. En til þess að nemendur séu ekki alltaf að hangsa og tala saman í tímum verða kennararnir að fylgjast betur með og ýta á eftir nemendum að byrja að vinna eins og í öðrum tímum.

Mér finnst að þessar vinnustundir hafi komið sér mjög vel fyrir mig. Þetta létti á heimanáminu fyrir mig og get ég frekar sinnt vinnu og tómstundum.

Mér finnst námið í Giljaskóla vera mjög fjölbreytt og áhugavert og vekur það þar af leiðandi áhuga minn á að leggja meira á mig og læra vel í tímum.

 

Anna Soffía Arnard. Malmquist 10. JAB