Vinátta og einelti

Ég ætla að fjalla um vini og vináttu. Að eiga vini. Það er bara það mikilvægasta sem maður þarf í lífinu. Þá er ég að tala um að maður ætti að treysta vinum. Ef vinurinn segir frá þá er þetta bara ekki sannur vinur en vinir geta alltaf fyrirgefið hverjum öðrum.

Vinátta er sú að stríða ekki vinum sínum og ekki vera vondur og særa vini sína. Þá er maður ekki vinur en það er alltaf gott að eiga vini. Maður getur rætt við hann og þá á maður góðan vin. Vinátta er þörf fyrir alla þá sem þér þykir vænt um og líkar við. Ef þú átt vin þá verður hann vinur þinn alla tíð og þið munið lenda í mörgum ævintýrum um ævina. Það er það besta við vini að geta farið á hlaupahjól, farið í fótbolta og allt mögulegt sem ykkur finnst gaman. En svo er það eineltið. Einelti er það versta og það skelfilegasta í lífinu. Ef maður lendir í einelti þá er maður að brjóta hjarta hins náungans og ef þetta hefur verið svona lengi þá breytist maður í allt annað en maður var. Maður verður eiginlega bara svona lokaður inn í sér og þá kemst maður eiginlega aldrei út. Maður verður aldrei sá sami og maður var. það er eiginlega það skelfilegasta í lífinu. Ef maður lendir í þessu er gott að segja frá. Aldrei að halda þessu inn í sér. Þá mun maður eiginlega bara vera stressaður. Kennarar í Giljaskóla mega fylgjast svolítið með nemendum sem stríða öðrum nemendum eins og að taka upp á síma í kennslustundum. Það væri svolítið þægilegt fyrir mig og alla í Giljaskóla.

 

Einelti á ekki að líða í skólum á Akureyri því Akureyri er frábær bær. Ég vil að einelti verði ekki til.

 

Atli Freyr Freysson 8. RK