Vantar skápa í Giljaskóla

Í Giljaskóla er mikil þörf fyrir skápa. Það getur valdið vondum bakverkjum að labba með þunga tösku í skóla og heim hvern skóladag. Sumir eiga heima langt frá skólanum og sumir nálægt.

Þegar kemur að því að nemendur fari á unglingastigið, sem sagt í 8.bekk, fer að fjölga bókum og taskan verður þyngri. Hægt er að hafa töskuna skipulagða og setja þær bækur sem maður þarf að nota ofan í tösku en þá þarf maður að gera það 5 sinnum í viku og maður getur orðið seinn í skólann. Með því að skipuleggja sig getur þetta orðið auðveldara en samt sem áður bara vesen. Það er hægt að bjarga þessu með skápum. Ef það væru skápar í skólanum væri hægt að geyma allar bækur í þeim svo ekki þyrfti að flytja bækur á milli staða. Skáparnir þurfa ekki að vera dýrir og til að ná upp í kostnað má hugsa sér að leigja þá út til nemenda þangað til peningurinn sem fór í kaupin á þeim kemur til baka. Staðsetning á skápum er kannski smá vandamál.  Mér finnst að það megi rífa fatahengin á 3.hæð til að koma skápunum fyrir. Ef nemendum vantar snaga er hægt að hengja fötin sín næst forstofunni en ef það vantar pláss er hægt að bæta við fatahengjum á vegginn á móti. Ef það eru skápar minnkar það þreytu og bakverki nemenda. Ef nemendur ætla að geyma námsgögn í skólanum þá er það á þeirra ábyrgð að gleyma ekki heimavinnu í skóla.  Það er skemmtilegt að vakna á morgnana vitandi það að það bíða skápar í skólanum. Þá þarf ekki að gera eins mikið á morgnana. Hvað varðar íþróttir og sund, þá verður allt ennþá þyngra með íþrótta- og sundpoka á bakinu ásamt skólabókum sem geta verið nokkuð þungar. Ég bið um skápa í skólann  til að auðvelda skóladaga.

Það er auðveldara að vera með skápa í skólanum því á sumum dögum er mikið að gera í skólanum. Þá verður miklu léttara að fara í skólann með létta tösku. Ef skápar eru ekki getur maður fengið slæma bakverki út af þungri tösku. Sumir búa langt frá skólanum og því er miklu erfiðara fyrir þá nemendur að labba í skólann. Skáparnir eru kannski ekki dýrir og ef það vantar pláss á göngunum er hægt að taka fatahengin niður.


María Björg Sigfusdottir  8.BKÓ