Vantar park í Giljaskóla!

Giljaskóli er grunnskóli í Giljahverfi á Akureyri. Í Giljaskóla er flott skólalóð, góðir leikvellir og góðir fótboltavellir og körfuboltavellir. En það er einn galli. Það vantar park. Bara lítið „skate park“. Park er svæði þar sem finna má stökkpalla og „reil“ eða járngrindur fyrir hjólabretti, hlaupahjól og reiðhjól sem þola stökk t.d. BMX.

Ég veit að það er búið að tala eitthvað um það í skólanum að setja park á skólalóðina. Það er til vefsíða sem heitir rhino ramp (http://www.rhino-ramps.com/index.php). Það er frægt fyrirtæki sem býr til rampa, palla og fleira til að setja upp pörk. Það er einnig mjög gott ef parkið er upplýst svo maður geti verið á því á kvöldin líka. Það nægir að það séu bara tveir sterkir ljósastaurar á tveimur hliðum til að það verði ekki skuggi og maður sjái ekkert.

Um þessar mundir eru þrjú pörk á Akureyri. Tvö þeirra eru á skólalóðum. Annað þeirra er í Lundaskóla og það er bara fínt park. Lítið en samt mjög gaman að vera á því. Þar er góður „spine“ (tvær „quarter pipe“ settar saman) og gaman að vera á því. Svo er annað skólapark sem er í Brekkuskóla. Það er ekki eins gott. Það er staðsett í halla. Þar er hár „quarter“ og aldan er alltof brött. Annars eru þessi pörk fín en besta parkið á Akureyri er Háskólaparkið.  Allir pallarnir þar eru góðir. Þar eru fleiri „reil“, stærri pallar og fleira mætti telja. Það vantar bara „spine“ á háskólapark. Gallinn við Háskólaparkið er að það er afsíðis og tilheyrir ekki neinu hverfi. Þess vegna getur enginn fylgst með því sem gerist þar.

Öll þessi pörk eru frá sama framleiðanda eða Rhino ramp sem sagt er frá hér ofar. Þeir eru með besta efnið sem hægt er að fá í pörk og hægt er að kaupa allt tilbúið.  Einn af kostunum við þeirra vöru er að það er gott að detta á því vegna þess að það er svolítið sleipt og maður rennur bara áfram og skerst ekki. En það getur líka verið galli, því ef maður lendir skringilega þá rennur maður og dettur. En eins og ég sagði þá meiðir maður sig ekki sérstaklega ef maður er vanur, en stundum rennur maður of langt og fer á stéttina. Það getur verið vont sérstaklega ef maður er í stóru stökki og fer hratt.

Það hafa margir áhuga á þessu í Giljaskóla. Þess vegna  finnst mér að skólinn gæti keypt svona lítið skólapark eða bara flutt Háskólaparkið á Giljaskólalóðina.

Björn Heiðar Björnsson 8. SKB