Upplestrarkeppni

Í gær, 13. mars, var haldin árleg upplestrarkeppni Giljaskóla sem er undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina sem haldin verður í Menntaskólanum á Akureyri í næstu viku. Keppnin er fyrir nemendur 7. bekkjar. Fyrir daginn í dag hafði verið haldin forkeppni í báðum bekkjum árgangsins og fimm úr hvorum bekk valin.

 

Skáld keppninnar voru Birgitta Elín Hassel og Marta H. Magnadóttir  sem eru höfundar bókarinnar Gjöfin sem er í bókaflokknum óhugnanlega Rökkurhæðir og Davíð Stefánsson ljóðskáld. Krakkarnir lásu eitt textabrot og svo ljóð og allir skiluðu hvoru tveggja af stakri prýði. Keppnin var bæði skemmtileg og mjög jöfn.

 

Í lokin voru það Kolbrún Ósk Vilhjálmsdóttir og Viktor Smári Sveinsson sem voru valdir fulltrúar Giljaskóla og Anna Guðný Sveinsdóttir sem verður varamaður.

Hér má sjá myndir