Upphátt - undankeppni

Þriðjudaginn 21.febrúar var haldin undankeppni fyrir Upphátt, stóru upplestrarkeppnin, hjá 7.bekk. Allur bekkurinn fékk grunn undirbúning í framkomu og upplestri, síðan voru 9 stúlkur sem höfðu áhuga á að taka þátt í undankeppni skólans. Það voru þær Anna María Guðmundsdóttir og Magnea Rún Thelmudóttir sem voru hlutskarpastar og munu taka þátt fyrir hönd Giljaskóla í lokakeppninni sem haldin verður í byrjun mars í Hofi. 

Í dómnefnd sátu Helga Hauksdóttir, Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir. Meðfylgjandi eru myndir af þátttakendum og verðlaunahöfum.