Um skólann minn

Ég ætla að fjalla um kosti og galla. Hvernig mér finnst vera að ljúka grunnskóla,hvernig ég upplifi það og hvernig mér líður með það.

Kostirnir eru margir,t.d. þemadagar.Þá er alltaf ákveðið þema.Stuttmyndadagar.Þá gera nemendur handrit og kennarar velja úr og svo er gerð stuttmynd og það er skipt í hópa.Félagslífið t.d. er félagsmiðstöð og félagsmiðstöðvar val.Í félagsmiðstöðinni er alltaf ákveðið þema t.d. minute to win it,feluleikur,leikir,sjoppa á staðnum og svo framveigis.Hringekja/karnival en þá er skipt í hópa í 1.-10.bekk og þá er limbó.Svo í heimilisfræðinni eru dollur/könnur og ert að lykta og skrifar t.d. nr 1 : kanill og svo framvegis.Svo eru það Dimmuborgir.

Gallar eru færri en kostir.Mér finnst gallarnir vera - lélegar fartölvur og það mætti kaupa nýjar.Engir skápar á unglingastigi.Harðir og lélegir stólar.Manni verður illt í bakinu og rassinum.Það vantar nýjar gardínur t.d. myrkvagardínur svo þegar maður ýtir á takka þá er dregið fyrir. Það er alltaf kalt á ganginum hjá myndmennt.handmennt,tölvuverinu og bókasafninu og matsalnum.Minni ipad og símanotkun. Sund beint eftir íþróttir hjá 8.-10.bekk.Lítill vinnufriður í kennslustundum.Mér finnst t.d. að það mætti vera stofa fyrir krakka sem geta ekki unnið útaf því og hausverk og of miklum hávaða í kennslustundum.Að það séu teknar myndir án leyfis.Það ætti að banna síma og ipada,það ætti að láta þu geyma þá heima nema að þau þurfa að hringja eftir skóla úr síma.Þungar töskur,verkir í öxlunum og bakinu.

Hvernig mér finnst vera að ljúka grunnskóla: Mér finnst það ágætt.Ég hef farið í 3 mismunandi skóla einn á Akureyri,Danmörku og Hafnarfirði. Í Hafnarfirði eru skápar,flottar gardínur,ágætar tölvur,fínn matur,skólinn og leikskólinn í sama húsi,þarf að labba í sund en styttra í sund í Hafnarfirði frá skólanum en hér á Akureyri,ekki stuttmyndadagar,leikskólinn borða í sama mötuneyti og skólinn,það eru drekamerki sem þýðir að t.d. ef einn nemandi var stilltur,góður og kurteis og með vinnufrið þá fékk hann dreka. Svo safnar bekkurinn drekum.Aðeins skárri stólar þar o.f.l. Í Danmörku voru ísskápar sem nemendur geymdu nesti og mat í af því að það er ekki mötuneyti í skólum í Danmörku. Ekki sund hjá unglingastigi og miðstigi og bara íþróttir á föstudögum. Við fórum einu sinni í skoðunarferð niðrí bæ og fengum ávexti og fórum á safn þar sem eru gamaldags klósett,eldhús,húsgögn o.f.l.

Hvernig ég upplifi og líður að ljúka grunnskóla: ég er kvíðin og stresuð. Ég ætla í Hússtjórnaskólann á Hallormsstað þar sem maður lærir : útsaum,prjón og hekl,fatasaum,vefnað,lífsleikni,hreinlætisfræði verkleg og bókleg,veitingatækni og næringarfræði. Ég verð á heimavist.Skólinn er 4 mánuðir hver önn og það kostar 300.000 krónur og eitthvað meira þegar maður er búinn að sækja um o.f.l. Innifalið með efnum og allt,bókum,mötuneytisgjald,heimavistar og tryggingargjald,efnisgjald í handavinnu,námskeið,pappír,möppur o.f.l.Ég verð í öllum matartímum og öllu.

Kristrún Ósk Brynjarsdóttir 10.KJ