Trúarbrögð í grunnskólum

Í grunnskólum á Íslandi lærum við margt eins og stærðfræði, íslensku, ensku og náttúrufræði. Einnig lærum við trúarbrögð upp í 8.bekk hérna í Giljaskóla. Í 6.bekk sýnum við leikrit sem heitir Helgileikurinn og þar erum við að fjalla um fæðingu Jesús.  Kristin trú er útbreiddasta trú heimsins og trúa um þriðjungur heimsins á hana. Eins og þið vitið þá trúa kristnir menn því að Jesús Kristur. Hann var uppi fyrir tvö þúsund árum hafi verið sonur Guðs og að hann hafi sigrað dauðann og frelsað mennina frá syndum þeirra. En stundum hugsa ég með mér: Hvað um krakkana sem eru með önnur trúarbrögð? Af hverju lærum við ekki um hin trúarbrögðin?

Það eru til krakkar í öllum skólum sem eru með önnur trúarbrögð og aðra siði sem við erum ekkert að læra um hérna í skólanum .Mig langar að fræðast um þessi önnur trúarbrögð og siði til dæmis  hindúasið, búddatrú, gyðingadómur o.fl.  Ég ætla að segja ykkur frá helstu trúarbrögðum heimsins.

Íslam

Íslam er næstútbreiddasta trú í heimsins en þeir sem fylgja henni eru kallaðir múslímar. Múslímar trúa því að Guð, sem þeir kalla Allah, hafi sent mönnunum marga spámenn og að Múhameð, sem var uppi í Sádi-Arabíu fyrir 1400 árum, hafi verið síðasti og merkasti spámaður hans.

Hindúasiður

Hindúasiður er einnig mjög stór trú og eru þar um 1 milljarður manna sem trúir á hann og eru það flestir Indverjar. Hindúasiður er næstum 4000 ára gömul trú sem þróaðist úr eldri trúarbrögðum á Indlandi. Hindúar tilbiðja marga guði. Flestir þeirra trúa á endurfæðingu sálarinnar í nýjum líkama eftir dauðann og að það ráðist á hvernig maður hagi sér í þessu lífi hvernig maður hafi það í næsta lífi.

Búddatrú

Búddismi er fjórða stærsta trúarbragð í heiminum og byggist á kenningum indverka prinsins Siddharta Gautama sem var uppi fyrir 2500 árum. Búddatrúarmenn trúa á endurholdgun og að mennirnir endurfæðist þer til þeir hafi lært allt það sem þeir þurfa að læra á jörðinni. Óvíst er hversu marga má telja sem búddista en eru þeir á bilinu 200 til 500 milljónir.

Gyðingadómur

Gyðingar urðu fyrstir til að tilbiðja einn Guð fyrir meira en 3000 árum. Þeir trúa því að Guð hafi gert samning við Abraham forföður þeirra um að þeir yrðu útvalin þjóð hans. Í staðinn eiga þeir að fylgja lögmálum hans og því fylgja strangtrúaðir gyðingar mjög ströngum reglum í flestu sem þeir taka sér fyrir hendur. Trúarbrögð kristinna manna og múslima eru að hlusta til byggð á trúarbrögðum gyðinga.

Baldur Logi Gautason 9. SÞ