Töskurnar eru of þungar.

Margir eru að velta því fyrir sér hvort það ættu ekki að vera læstir skápar á göngunum. En hvar ættu þeir að vera?

Það þarf ekki endilega að setja upp skápa. Í staðinn er hægt að setja hillur eða skúffur inn í skólastofurnar. Það er nóg pláss inni í stofunum til þess að hafa skúffur, setja upp hillur eða skápa fyrir gáma. Hægt er að geyma íslenskubækurnar í þeirri stofu sem við erum í íslenskutíma og dönskubækurnar í dönskustofunni. Margir spyrja kannski „En ef við erum í íslensku í tveimur stofum?“ Þá er ekki annað hægt en að taka dótið sem er notað í íslensku með heim eða fá að geyma dótið í þeirri stofu sem maður er að fara næst í íslensku. Ef kennarinn  er ekki inni í stofunni er hægt að biðja annan kennara um að opna stofuna eða fara til ritarans og spyrja eftir kennaranum og biðja hann um að opna stofuna eða finna gangavörð til að opna stofuna. En það eru ekki mörg fög á tveimur stöðum. Það er samt hætta á því að aðrir nemendur fari að gramsa í dótinu sem aðrir eiga. Vonandi eru nemendur sem eru komnir á unglingastig orðnir nógu þroskaðir til þess að hafa vit á því að gera það ekki. Kennararnir læsa alltaf stofunum þannig að það eru ekki miklar líkur á að það gerist. Ef einhverjum dettur í hug að fara taka gögnin hjá öðrum nemendum, þá er kannski bara hægt að banna honum/henni að geyma dótið í skúffum eða gámum þangað til að hann/hún er tilbúinn að hætta að taka dótið frá öðrum, þangað til þarf hann/hún bara að geyma dótið í töskunni og taka það með sér heim.

Töskurnar eru alltof þungar og nemendum verður bara illt í bakinu að bera þetta dót til og frá skóla. Töskur verða mjög þungar þegar það eru íþróttir og sund. Sumir eru í öðrum íþróttta greinum utan skólans. Að auki eru líka valgreinar sem maður þarf að taka eitthvað auka með sér, til dæmis íþróttaföt, þá verður taskan ákaflega þung. Það kemur sér mjög illa að vera illt í bakinu í íþrótta greinum. Þannig að mér finnst þetta vera lausnin við of þungum töskum.

Guðrún Margrét Steingrímsdóttir

8.SKB