Þurfa nemendur á unglingastigi að læra dönsku?

Nemendur ganga í grunnskóla til þess að læra grunn fyrir annað nám. Þeir læra stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði og tungumálafögin. Tungumálafögin eiga að gera þeim kleift að bjarga sér úti í heimi. Tungumálafögin skiptast í íslensku, ensku og dönsku. En þurfa nemendur virkilega að læra dönsku?

Enska er alþjóðlegt tungumál og getur nýst nemendum um nær allan heim. Íslenska getur nýst nemendum á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Danskan nýtist líka á Norðurlöndunum. En þurfa nemendur virkilega að læra tvö Norðurlandatungumál? Myndi það ekki gagnast nemendum meira að læra tungumál sem gagnast í löndum þar sem er hvorki hægt að tala íslensku né ensku. Eins og til dæmis þýsku eða frönsku.

Ég hef oft heyrt það sagt að danska sé mikilvæg þar sem margir fari til Danmerkur og í skóla þar. En mín reynsla segir mér að sú danska sem virkilega nýtist manni er sú danska sem maður lærir í 7. bekk, þau orð sem eru öðruvísi en í íslensku. Fyrir utan það að geta talað ensku í Danmörku. En til dæmis í Þýskalandi gagnast ekkert af þeim tungumálum sem nú eru kennd í grunnskóla.

Á vissum brautum í framhaldsskóla er hægt að læra þýsku, frönsku eða jafnvel eitthvað annað tungumál. En þessi fjögur ár sem meðalnemandi er í framhaldsskóla eru yfirleitt ekki nóg til að læra tungumál og geta nýtt sér það úti í hinum stóra heimi. En ég hef þá trú að þrjú aukaár gætu gert herslu muninn hér.

Svo þarf ekki bara að horfa á þýsku og frönsku. Hægt er að benda á til dæmis spænsku sem er töluð víða í Evrópu og Suður Ameríku, og kínversku sem er töluð víða í Asíu.

Nú hef ég skoðað málið vandlega og get enn ekki séð að það sé það nauðsynlegt að læra dönsku. Það eru mörg önnur tungumál sem gætu verið mjög gagnleg út í hinum stóra heimi.

Baldur Bergsveinsson 10. SKB