Þungar töskur

Í þessari grein ætla ég að fjalla um of þungar töskur á unglingastigi í Giljaskóla. Skoðun mín er sú að unglingar í Giljaskóla séu oftar en ekki með of þungar töskur á bakinu, ég veit ekki hvort aðrir séu sammála mér.

Stundum er alger óþarfi að fara heim með þungar bækur sem þú þarft ekki að vinna í í vikunni. Oft er tími í skólanum til að vinna í heimavinnu og stundum nær maður að klára það sem sett er fyrir. Þess vegna þarf kannski ekki að fara heim með þær bækur, sérstaklega ef  allir á unglingastigi hefðu sér skápa fyrir sig. Ég ætla því að fara aðeins út í skápamál sem er mikið búið að tala um hér í Giljaskóla.

Mér finnst mjög erfitt að bera of þunga tösku flesta daga vikunnar, taskan mín er mjög þung og ég fæ því mjög oft verk í bakið eftir að labba með töskuna mína heim, í skólann og á milli stofa. Talað er um að unglingar ættu ekki að bera tösku þyngri en sem nemur 15% af líkamsþyngd sinni. Svo eru líka unglingar sem búa langt frá skólanum jafnvel ekki í hverfinu og þurfa að labba langt, hjóla eða taka strætó og er því mjög erfitt að ferðst um með töskuna á bakinu hálfan daginn. Ég veit að taskan mín er örugglega löngu komin yfir þessi 15%.

Ég veit um mjög marga hér á unglingastigi sem tala eða skrifa um að fá skápa fyrir 8., 9.  og 10. bekk. Mér finnst það vera mjög góð hugmynd. Það væri hægt að hafa litla skápa meðfram handriðinu eða skápa í staðinn fyrir snaga, þá væri hægt að geyma allar bækurnar í sínum eigin skáp og þá fáum við að labba með léttar töskur heim úr skólanum, í skólann og á milli stofa.

Það eru samt ekki allir sem eru með sömu skoðun og ég á þungum töskum og skápamálum. Mér fyndist virka best að hafa skápa á þriðju hæð í Giljaskóla.

 

Sigrún María Engilbertsdóttir