Þungar töskur?

Ég ætla að skrifa um þungar töskur hér í Giljaskóla. Mín skoðun er að hér séu þungar töskur en það þarf ekki að vera að allir séu á sama máli. Mér finnst það megi aðeins fara að pæla í því hvað nemendur eru að taka með sér heim í skólatöskunni og hvort það er ekki eitthvað í henni sem er bara algjörlega óþarfi að taka með heim. Svo skrifa ég líka um skápamálin sem mikið er búið að skrifa um hjá öðrum nemendum.

Mér finnst að of þungar töskur nemanda sé orðið vandamál hér í Giljaskóla. Að við þurfum að bera of mikið af bókum þurfum fram og til baka úr skólanum og heim og öfugt. Á síðunni landlæknir.is er bent á að ekki sé æskilegt að unglingar beri töskur þyngri en 15% af þyngd sinni. Svo eru alveg nokkrir unglingar sem ekki eiga heima hér í Giljahverfi og þurfa að labba langt eða taka strætó og nenna ekkert að taka þunga töskuna með. Auðvitað veit ég ekki með alla krakka á unglingasigi í Giljaskóla en taskan mín hefur alveg örugglega farið yfir þessi 15%. Og það er komið að málinu sem flestir hugsa um. Væri ekki bara best að hafa skápa hérna frammi á göngunum? Þá hefði maður öll gögnin sín í skólanum og þyrfti bara að taka heimavinnuna með sér heim. Og ef það yrði bara byrjað hérna á þriðju hæðinni? Þegar þú eldist færð þú væntanlega fleiri bækur og þyngri. Mér finnst persónulega að það myndi virka betur að hafa skápa hérna í Giljaskóla en það gætu samt alveg einhverjir verið með aðra skoðun.

Það sem kom fyrst upp í hugann minn þegar ég hugsaði um vandamál í Giljaskóla var það að við þurfum að taka rosalega mikið af bókum fram og til baka úr skóla og heim. Einnig að kannski væri bara best að hafa skápa á göngum Giljaskóla.

Rósa Dís Stefánsdóttir 8. BKÓ