Þorrablót hjá 4. bekk

Síðastliðinn föstudag, þann 7. febrúar, var 4. bekkur með sameiginlegt þorrablót. Hver nemandi kom með þorramat að heiman og lagði á sameiginlegt hlaðborð. Nemendur fengu fræðslu um upphaf þorrablóta og afhverju borðaður er súrmatur.  Á hlaðborðinu mátti finna allar helstu tegundir af þorramat og voru nemendur óhræddir við að prófa að smakka bæði hákarl og súrsaða hrútspunga. Þorrablótið var skemmtileg byrjun á vinnu um íslenska þjóðhætti sem er næst á dagskrá hjá 4.bekk.