Þörf er á að bæta borð og stóla í skólastofum

Stólarnir í skólastofunum eru orðnir frekar þreyttir. Að þurfa að sitja í stólunum í langan tíma getur verið frekar óþægilegt, sérstaklega fyrir bakið af því að stólbökin eru bara gerð úr tré og það eru engir svampar sem koma í veg fyrir að krakkar fái illt í bakið.

Sessurnar eru bara úr mjög þunnum svampi og þær eru byrjaðar að brotna og þá verður maður þreyttur á að sitja lengi á þessum óþægilegu stólum. Borðin eru líka orðin mjög lúin. Þau eru til dæmis eiginlega öll orðin völt sem er frekar pirrandi að skrifa á. Kantarnir til að halda bókum þegar þú lyftir borðinu eru allir brotnir og ef þú ert í prjónaðri peysu og rekst í kantinn þá dregst til í peysunni sem er ekki skemmtilegt. Til þess að geta bætt þetta er hægt að kaupa bæði nýja stóla og borð fyrir nemendur Giljaskóla. Til dæmis er hægt að kaupa eitt langt borð fyrir 2 nemendur sem geta þá setið saman á einu borði. Þá getur plássið nýst betur fyrir allt skóladótið sem maður er með á borðinu. Þegar það er svona kalt úti verður líka kalt inni í skólanum svo það mætti hækka í ofnunum. Þá þurfa nemendur ekki að vera allan daginn í úlpum þar sem má vera í úlpum. Það er sérstaklega kalt í matsalnum og í flestum skólastofum. Ég er alveg viss um að allir eru sammála um að það þurfi að kaupa nýja stóla og borð því það eru nemendurnir sem þurfa að sitja á stólunum og við þessi óþægilegu borð.

Ef það koma ný húsgögn í skólastofurnar til dæmis borð og stólar þá yrðu krakkarnir kannski  glaðari og þeim myndi líða betur í skólanum. Annars held ég að ég sé búin að telja upp alla kosti og galla við stóla og borð í Giljaskóla.

 

Heiðrún Nanna Ólafsdóttir  8.HJ