Það góða við Giljaskóla

Ég hef verið í Giljaskóla í um það bil 10 ár. Öll árin hafa verið mjög skemmtileg og ég læri alltaf margt nýtt á hverju ári og sérstaklega á unglingastiginu. Flest við skólann er mjög gott og það er erfitt að nefna eitthvað sem er "mjög" lélegt. Ég ætla að fara yfir það sem mér finnst allra best við Giljaskóla.

Dimmuborgir er það sem mér finnst vera eitt það besta við skólann. Dimmuborgir er frábær staður til að slaka á með félögum í frímínútum eða þegar maður er í eyðu. Svo falla tímar stundum niður og þá er frábært að rölta niður í Dimmuborgir og horfa á þætti eða bíómyndir í stað þess að þurfa að labba heim og vera þar í smá stund eða að þurfa að bíða á göngunum og gera ekki neitt. Bókasafnið er líka frábær staður. Sérstaklega til að leigja bækur til að læra með, eða bara ná sér í frjálslestursbók. Svo er líka gott að fara á bókasafnið í eyðum eða frímínútum til að lesa bók ef það er fullt í Dimmuborgum, sem gerist nokkuð oft þessa dagana. Kennslan er mjög góð í Giljaskóla finnst mér. Mér hefur alltaf gengið vel að læra hjá öllum kennurum sem ég hef lært hjá og mér hefur nánast aldrei reynst erfitt að læra hjá neinum. Íþróttir er uppáhalds tíminn minn í skólanum því þá er ég oftast að gera eitthvað sem mér finnst mjög skemmtilegt. Til dæmis Fótbolti, handbolti og margar fleiri skemmtilegar íþróttir. Svo er líka mjög gott að allir í skólanum fái einhverja hreyfingu ef þau æfa ekkert utan skóla. Matsalurinn er líka mjög flottur í Giljaskóla til að borða í og sérstaklega til þess að halda böll. Það er góð aðstaða fyrir sjoppu og gryfjan er líka mjög góð til að halda böll.

Í heildina finnst mér Giljaskóli mjög góður skóli og ég hef notið þess mjög mikið að vera í honum. Það er mun fleira gott en vont við Giljaskóla og skólinn mun örrugglega bæta sig meira með hverju ári.

 

Gunnlaugur Orri Sumarliðason 10. EJ