Tækni í Giljaskóla

Ýmislegt er gott í tæknimálum í Giljaskóla en samt þarf að bæta margt.
Í mörgum skólum eru tölvur notaðar við sum ritunarverkefni. Allir skólar eru með tölvur sem nemendur geta nýtt sér. Í Giljaskóla hafa nemendur aðgang að fartölvuveri með leyfi frá kennara.

Það þarf klárlega að endurnýja tölvurnar, þetta eru eldgamlar tölvur og flest allar komnar til ára sinna. Takkarnir eru byrjaðir að detta af lyklaborðunum og skjáirnir eru byrjaðir að losna. Ég væri til í að það yrði endurnýjað áður en ég hætti í Giljaskóla. Miðað við nýjustu tækni þá eru þessar tölvur rusl. En nýjustu stýrikerfin hafa þó alltaf verið sett upp í tölvurnar, sem er reyndar fínt en sumar tölvur ráða ekki við nýjustu stýrikerfin.

Skjávarpar voru sem betur fer settir í allar stofur á þriðju hæð og einhverjar aðrar stofur á hinum hæðunum fyrir um það bil 3 árum. Þeir virka ágætlega og það er hægt að nota þá á marga mismunandi vegu við námið. Í stað þess að kennarinn skrifi upp á töflu er hægt að skrifa það í tölvuna og birta upp á töflu með skjávarpa. Þá skilur maður betur skriftina og kennarinn er aldrei fyrir töflunni. Það eru nokkrir gallar við skjávarpana. Einn af þeim er að þegar einhver kveikir á skjávarpa í annarri stofu fer skjávarpinn sem er í notkun á „sleep“.

Í skólanum er þráðlaus nettenging sem er góð því það eru ráterar um allan skólann. Netið er opið en aðeins sumum, sem ekki hafa leyfi, er hent út af netinu. Til að tengjast netinu þarf að fylla út blað sem foreldrar þurfa að kvitta undir. Þetta finnst mér óþarfi því í tímum sem maður þarfnast netsins hefur maður ekki aðgang. Til dæmis í tungumálatímum fáum við stundum leyfi til að fletta upp orðum í orðabók á netinu sem skólinn er búinn að borga fyrir aðgang að.

Úrbóta er þörf í fartölvumálum í Giljaskóla, annars er tölvustofan með nýlegar borðtölvur. Ef skólinn myndi kaupa nýjar fartölvur þá myndi tíminn ekki fara jafn mikið til spillis við að kveikja á tölvunum.

 

Egill Birgisson 9.KJ