Leikhópurinn Lotta með sýningu

Leikhópurinn Lotta kom til okkar í heimsókn í morgun og voru með söngvasyrpu fyrir nemendur í  1. - 4. bekk. Tvær  ævintýrapersónur voru með atriði úr ævintýraskógi Lottu þar sem sprell, söngur og fjör var í fyrirrúmi. Skemmtu nemendur sér vel og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa sýningu.