Svalasöngur í Giljaskóla

Svalasöngur er yndisleg jólahefð hér í Giljaskóla. Þá koma allir nemendur og starfsfólk skólans saman á göngum og svölum og syngja saman jólalög með Röggu sem forsöngvara, Siggu Huldu tónmenntakennara á píanó og Jón Baldvin fyrrverandi skólastjóra á gítar.
Í hvert sinn er sungið í 10-15 mínútur og virðast flestir hafa virkilega gaman af. Næsti svalasöngur verður næstkomandi þriðjudag.

Svona samsöngur getur verið nærandi fyrir sálina og því mikilvægur í amstri hversdagsins. Hér er myndband sem endurspeglar stemninguna sem var í morgun.