Sundlaug hjá Giljaskóla

Ef þú vilt ekki fá sundlaug hjá Giljaskóla hættu þá að lesa þetta. Það væri gott ef það kæmi sundlaug hjá Giljaskóla af því að ég  veit að það nenna ekki margir krakkar að sitja í rútu fram og til baka.

Hvað með litlu krakkana ,þau sem eru í 1. 2 og 3 bekk. Þá  geta gangaverðir labbað með þeim. Hvað ef rútan lendir í áreksti  hvað  ætlum við að gera þá? Þá er þetta  léttara fyrir kennarana sem  kenna  sund. Og ef sundkennarinn er veikur eða fjarverandi  getur einhver annar kennt í staðinn. Ef það kæmi sundlaug  væri gott ef hún væri æfinga-keppnislaug og með heitan pott. Þá gæti hún verið svona stór  eins og íþróttahúsið. Gott væri ef hún yrði bara á túninu, ská á móti íþróttahúsinu. Hvað ef við myndum gera eins og þegar við hlaupum skólahringina,bara að synda eins margar ferðir og við getum?  Við getum líka notað hana eins og á þemadögum í einhverja sundleiki. Er þetta ekki góð hugmynd? Þetta er léttara og fljótara. Svo gæti nemendaráðið komið með einhverjar hugmyndir líka. Sama gildir með foreldraráðið.Hvað með sundlaugapartý? Ég veit að við getum gert betur. Það væri líka þægilegra og betra að fá sundlaug bara á túnið í staðinn  fyrir einhvern  fótboltavöll  sem er ónýtur og illa farinn. Væri það ekki betra? Það eru auðvitað bæði kostir og ókostir við það að byggja sundlaug við íþróttahúsið í Giljaskóla. En þetta er ekki óraunhæfur kostur. Sjáið t.d sundlaugina við Glerárskóla. Hún er t.d mikið notuð. Nemendur í Brekkuskóla  labba í sund. Gott væri ef við gætum gert  það líka?

Kostirnir eru fleiri en ókostirnir. Engar rútur,enginn bensínkostnaður og eða rekstarkostnaður af rútunum en aftur á móti kemur kostnaður að reka sundlaug. En ef við lítum til framtíðar þá er besti kosturinn að byggja sundlaug hjá Giljaskóla. Ég vona að það verði hægt að sannfæra stjórn skóladeildar Akureyrarbæjar þess efnis að byggja sundlaug við Giljaskóla.

Hlynur Viðar Sveinsson 8. RK