Sund & skápar

Ég ætla að segja frá skólasundi, hvað krökkum er farið að finnast um það og þörfina fyrir meiri fjölbreytni. Ég ætla líka aðeins að tala um skápa og hversu mikilvægir þeir eru fyrir okkur nemendurna .

Hreyfing er holl og öllum nauðsynleg og oftast skemmtileg. Einhvern veginn er það samt þannig hjá okkur í skólasundi að flestir reyna að komast hjá því að mæta því þeim finnst þetta leiðinlegt. Ástæðan gæti meðal annars verið skortur á fjölbreytni. Við gerum alltaf það sama, förum í sundlaugina og syndum allan tímann hring eftir hring. Væri kannski hægt að gera eitthvað annað? Til dæmis fara í leiki eins og kíló eða boðhlaup í sundi? Við gerðum það einu sinni fyrir nokkrum árum. Þá var okkur skipt í lið og við áttum að klæða okkur í risastóran bol og synda yfir og láta svo þann næsta fá bolinn. Það var mjög gaman en líka erfitt því bolurinn var risastór. Í Giljaskóla er sund einu sinni í viku frá fyrsta bekk og upp í 10.bekk. Margir skólar hafa það þannig að sund er bara kennt fyrir áramót eða eftir áramót hjá elstu bekkjunum. Þrír íþróttatímar í viku í staðinn fyrir tvo íþróttatíma og einn sundtíma. Mér finnst það sniðugt fyrirkomulag. Hjá okkur stelpunum mætir stundum ekki nema helmingurinn í sundtíma. Því væri gáfulegt að fjölga íþróttatímunum í staðinn því langflestum þykir mjög gaman í íþróttum og skemmtilegra en í sundi.

Skápar bæta lífskjör. Hægt er að nýta þá í mjög margt  og mér finnst að Giljaskóli ætti að vera löngu búinn að setja upp skápa fyrir nemendur. Ég held að flestir séu orðnir þreyttir á að bera þessar blessuðu töskur út um allt. Í stundaskránni minni er einn dagur sem ég þarf ekki að koma með mikið af bókum í skólann. Ég er með rosalega mikla vöðvabólgu. Á leiðinni úr og í skóla er mér yfirleitt illt í öxlunum.

Þessir tveir þættir finnst mér verstir við skólann og tel að þá þurfi að bæta!  Í sundið vantar fjölbreytni í tímum og eitthvað þarf að gera til að bæta mætinguna í sundi því hún er ekki góð. Skápana þurfum við undir skóladótið okkar því taskan er þung og margir gleyma bókum heima.

Karen Dögg Baldursdóttir 9.BIS