Styrkur frá forriturum framtíðarinnar styður við upplýsingatækni í Giljaskóla

Giljaskóli hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á menntun í upplýsingatækni og það að nýta möguleika tæknilegra lausna til að auka gæði náms nemenda skólans.  

Í vor hlaut skólinn styrk frá forriturum framtíðarinnar til kaupa á ýmsum tækjum til forritunar- og tæknikennslu, en meginhlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Giljaskóli hlaut 200.000 króna styrk og þakkar Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir veittan stuðning.

Styrkurinn var nýttur til kaupa á Osmo forritunarleikjunum, Coding Duo og Coding Jam. Auk þess sem keyptir voru aukahlutir fyrir vélmennin Dash og Sphero til að auka möguleika á nýtingu tækjanna við forritunarkennslu. Osmo, Dash og Sphero eru margverðlaunuð leikja- og kennslutæki.