Stuttmyndadagar í Giljaskóla

Það er ekki mikið um að fjallað sé um stuttmyndir eða þær sýndar þessa dagana en meira er  um allskonar myndbönd og kvikmyndir. Ég heyri stundum talað um þær þegar einhverjar stuttmyndakeppnir eru í gangi sem frægir leikstjórar taka þátt í. Ég heyri mest talað um stuttmyndadagana í skólanum mínum.

Stuttmyndadagar eru skemmtilegir dagar sem eru haldin á hverju skólaári í Giljaskóla hjá unglingastiginu ( 8. -10. bekk). Áður en Stuttmyndadagarnir byrja, þurfa allir nemendur á unglingastigi að skrifa handrit og mega í mesta lagi þrír vinna saman í hóp. Bestu handritin eru valin af kennurum unglingastigs og nokkrum dögum eftir það byrja stuttmyndadagarnir. Höfundar handritanna sem valin voru verða leikstjórar og gera stuttmyndir útfrá handritunum sínum. Restin af nemendunum getur valið að taka þátt í að gera stuttmyndirnar eða útbúið verðlaun (Giljarinn) fyrir stuttmyndirnar. Meirihluti nemanda tekur þátt í að gera myndirnar og er þeim skipt niður í hópa með leikstjórunum. Kennarar eru til staðar og hjálpa leikstjórunum við myndirnar. Hóparnir útvega sér oftast sjálfir myndavélar og annan tækja- búnað. Skólinn á búninga og leikmuni en nemendur koma stundum einnig með hluti og leikmuni að heiman. Stuttmyndadagarnir eru þrír og á seinasta degi eru hóparnir langoftast búnir að taka myndirnar upp. Ef það er ekki búið að klára að taka upp, verða nemendur að taka upp eftir skóla eða fá leyfi til þess að taka upp á meðan það er skóli . Þegar stuttmyndadögunum er lokið þarf að klippa og það tekur sinn tíma. Leikstjórarnir gera það en fá stundum hjálp hjá hópfélögum sínum. Stundum þegar verið er að klippa kemur í ljós að einhverjar klippur eru ónýtar og það getur verið pirrandi. Stuttmyndasýning er síðan haldinn til styrktar 8.-10. bekk og þar er t.d. kosið um bestu búningana, besta handritið, besta leikarann, bestu klippinguna og fleira.

Eins og fram hefur komið er árlega haldnir stuttmyndadagar í Giljaskóla Mér finnst Stuttmyndadagarnir vera þrír frábærir dagar fyrir elstastigið. Afrakstur þessar daga stuttmynda sýning er liðið í fjáröflun fyrir 8-10 bekk. Nemendum sem finnst leiðinlegt að gera stuttmynd geta prófað að gera verðlaun fyrir stuttmyndirnar. Vonandi verður þessu haldið áfram útaf því að þetta er skemmtilegt.

 

Hinrik Guðjónsson 9.SD