Stólarnir í Giljaskóla

Nemendur í grunnskólum sitja um það bil einn fjórða af deginum í stólum. Þá er mikilvægt að vera á góðum stólum. Sumum finnst stólarnir í Giljaskóla ofboðslega óþægilegir vegna þess að bakið á þeim er svo lágt og það meiðir mann í bakinu. Þegar maður situr í 40-80 mínútur í einu verður vont að sitja í svona langan tíma. Flestir skólar á Akureyri eru með  stóla sem eru ekki góðir fyrir bakið og er vont að sitja lengi á. Þegar maður situr svona lengi á hverjum degi verður maður að hafa stóla sem eru góðir fyrir bakið og sem er þægilegt að sitja á. Þegar maður situr á stólunum er erfitt að sitja beinn í baki því bakið á stólnum stingst í mjóbakið á manni. Svo er sessan á stólnum líka örþunn og maður situr eiginlega bara á tréplanka. Vondir stólar geta einnig valdið langtíma læknisvandamáli.

Ég er ekki að segja að þetta þurfi að gerast strax en þegar stólarnir sem eru í notkun núna verða ónýtir og tímabært verður að kaupa nýja stóla getur skólinn haft það í huga að kaupa stóla sem eru góðir fyrir nemendur.

Ég spurði nokkra nemendur í 10. bekk Giljaskóla hvað þeim fyndist um stólana og allir höfðu eitthvað slæmt að segja um þá.

Til dæmis ef nemandi þarf alltaf að halla sér fram til að stólbakið sé ekki að trufla hann þá er líkaminn alltaf í átaki til að rétta sig af.

Svo held ég að það auki einbeitingu að vera á góðum stólum.

Það minnsta sem skólinn getur gert er að redda góðum stólum fyrir krakkana. Stólar með háu baki og mýkri sessu þurfa ekkert að vera svo dýrir eða ekkert mikið dýrari en stólarnir sem við notum í dag.

 

Andri Þór Guðmundsson 10.BKÓ