Stólar og borð í Giljaskóla

Nemendur í unglingadeild Giljaskóla virðast ekki vera alveg sáttir við stólana og borðin sem þeir hafa til umráða. Það eru margar ástæður fyrir því segja nemendurnir, t.d. eru seturnar á stólunum harðar og það er vont að sitja á þeim lengi.

Stólarnir eru orðnir gamlir og lélegir og festingar og skrúfur lausar. Stólbökin eru oft laus og þeim er ekki treystandi. Svo eru bökin mjó og óþægileg. Grindin sem er hægt að láta fæturna hvíla á er ekki stillanleg og það er ekki gott af því að krakkarnir eru misstórir. Þar af leiðandi annað hvort hanga fæturnir og þá kemur tog á fótlegginn og öll liðbönd eða þau þurfa að vera með fæturna of kreppta og það er heldur ekki gott.

Borðin eru líka umtalsefni margra nemenda en þau eru vaggandi og erfitt að stilla þau til svo að þau hætti að vagga. Þetta hefur margvíslegar truflanir í för með sér. Þegar nemendurnir eru að reyna að laga borðin til þá verður bæði hávaði frá borðunum og líka nemendunum sem eru á ferðinni við að finna rétta stillingu. Það er hægt að lyfta borðplötunni upp fyrir þá sem vilja en þar sem borðin eru orðin frekar lúin og búið að fara illa með þau er það ekki góður kostur. Borðröndin sem á að halda við bækurnar er á sumum borðunum horfin.Það er væntanlega vegna þess að flestum finnst óþægilegt að hafa borðröndina því að handleggirnir nuddast við hana og krakkarnir verða aumir í handleggjunum.

Þannig að niðurstaðan er að það er kannski löngu kominn tími til þess að endurnýja þessa stóla og skólaborð í Giljaskóla. Nemendur virðast að minnsta kosti vera nokkuð sammála um það. Nemendum sem líður vel verða jákvæðari og duglegri nemendur.

Hákon Þór Tómasson 10. IDS.