Sparkvöllurinn við Giljaskóla - ábendingar varðandi notkun vallarins utan skólatíma

Svona skilti eru komin við innganga inn á sparkvöllinn við Giljaskóla.
Svona skilti eru komin við innganga inn á sparkvöllinn við Giljaskóla.

Ábendingar hafa borist skólanum vegna fjölda barna sem safnast saman á sparkvöllinn við Giljaskóla seinni part dags. Af því tilefni viljum við vekja athygli á skilaboðum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis frá 20. mars 2020 um mikilvægi þess að forráðamenn barna dragi úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma meðan takmörkun á skólastarfi stendur. Sjá frétt hér fyrir neðan.

Við hvetjum ykkur eindregið til að gæta þess að nemendahópar séu ekki að blandast eftir skóla svo draga megi úr líkum á smitum.