Slakir íþróttatímar

Skólaíþróttir eru eitthvað sem við öll stundum 2 sinnum í viku frá því í fyrsta bekk í grunnskóla. Alltaf eru þetta með skemmtilegustu tímunum sem við förum í (að mínu mati). Skólaíþróttir og sund eru frábær leið fyrir krakka og unglinga til að fá hreyfingu og til að kynna  fyrir þeim nýjar og spennandi íþróttir. Þetta hefur hjálpað mér persónulega mjög mikið að geta prófað nýjar íþróttir með skólafélögunum og til að sjá hvort þessi íþrótt sé þess virði að byrja að æfa hana eða ekki. En þegar maður er kominn í níunda bekk eins og ég eru flestar íþróttirnar sem maður lærði fyrst í 4. bekk orðnar frekar slakar og hreint bara leiðinlegar. Þetta var kannski alveg fínt þegar maður var að prófa þessar íþróttir fyrst. Ég meina hvað er betra en að fara úr drepleiðinlegum stærðfræðitíma yfir í skemmtilegan fótbolta með félögunum í íþróttum. Frekar myndi ég vilja fá að spila bara oftar íþróttir sem okkur finnst skemmtilegar eins og t.d. fótbolti,handbolti,körfubolti og fl. Þetta myndi bara breyta alveg íþróttatímunum okkar yfir í bara skemmtilegheit. Ég er samt ekki að segja að við ættum alveg að sleppa t.d. badminton,blaki,kíló/sparkó og öðrum íþróttum sem við höfum farið í og alltaf fundist leiðinlegar síðan við fórum í þær í svona annað skipti. Við þurfum á fjölbreytileikanum að halda. Þú veist að ef maður væri bara alltaf í fótbolta yrði hann frekar leiðinlegur og líka af hverju förum við ekki oftar í fimleikasalinn? Við höngum þarna í salnum við hliðina á fimleikasalnum hvern einasta íþróttatíma. Ég meina hversu mikið skaðar það að fara oftar en tvisvar sinnum á ári í fimleikasalinn? Það sem ég er að skrifa um er bara að „come on“. Vera með meira af íþróttum sem okkur finnst gaman að vera í og vera kannski með minna af  íþróttum sem fengum ógeð á í 5 bekk.

Ögri Harðarson 9. SÞ