Skólinn og starf félagsmiðstöðvanna

Í Giljaskóla er starfandi félagsmiðstöðin  Dimmuborgir fyrir unglinga í 8.-10. bekk.   Verkefni félagsmiðstöðvanna er að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundins skólatíma.   Í starfinu er reynt að stuðla að jákvæðum samskiptum meðal unglinganna og örva félagsþroska þeirra.

Félagsmiðstöðvar í grunnskólunum á Akureyri eru fimm:

Dimmuborgir í Giljaskóla, Himnaríki í Glerárskóla, Stjörnuríki í Oddeyrarskóla, Trója (Brekkuskóli, Lundarskóli og Naustaskóli) og Undirheimar í Síðuskóla.

Í skólanum er einnig hægt að velja félagsmiðstöð í vali, sem kemur þá inn í stundatöflu á skólatíma.  Í félagsmiðstöðvarvalinu sjálfu á fimmtudögum er farið niður í Dimmuborgir þar sem rætt er um til dæmis hvað á að gera á opnu húsi.     Í Giljaskóla er einu sinni í viku,  á mánudagskvöldum, opið hús fyrir unglinga.  Stundum er bara setið og spjallað en stundum er fundið upp á einhverju eins og kappáti, og„hjartslætti“ svo eitthvað sé nefnt.

Síðan eru strákakvöld um það bil einu sinni í viku.  Þar ákveða strákarnir sjálfir hvað á að gera.  Oftast er pöntuð pizza og horft á mynd.  Stelpuklúbbarnir eru líklega með sama fyrirkomulag.

Síðan standa félagsmiðstöðvarnar fyrir ýmsu skemmilegu eins og ferðum.  Til dæmis var farið í ferð á Húsavík um daginn þar sem „Litli-Samfestingur“, sem er oftar kallað Samfés, fór fram.   Þar sungu krakkar frá ýmsum félagsmiðstöðvum af Norðurlandi.  Fimm af u.þ.b. tólf atriðum voru valin áfram af dómnefnd til að fara á Samfesting í Reykjavík.

Í byrjun mars var farin ferð suður til Reykjavíkur.  Þar sem söngvakeppni Samfés fór fram.

Persónulega finnst mér félagsmiðstöðvastarfið í skólanum mjög gott.  Hlynur Birgisson sér um félagsmiðstöðina í Dimmuborgum og nær vel til krakkanna.  Það er mjög gott fyrir okkur að geta hist utan skólatíma.   Félagsmiðstöðin hefur líka visst forvarnargildi en að sjálfsögðu er öll neysla áfengis og vímuefna stranglega bönnuð þar.

Gott unglingastarf er unnið í félagsmiðstöðinni Dimmuborgum í Giljaskóla.

Heimir Óðinsson,  9.SKB.