Skólasund í Giljaskóla

Áhugi á skólasundi er fremur lítill hjá unglingum í dag. Mér persónulega finnst ekkert svo skemmtilegt í sundtímum og ég held að það sé alveg eitthvað hægt að gera til að auka áhugann hjá krökkum. Af hverju að hafa þetta svo ófjölbreytt að krakkar reyna flest allt til að sleppa við að fara í sund? Ég held að mæting í sund myndi aukast mikið ef sundtímarnir yrðu fjölbreyttari og skemmtilegri í staðinn fyrir að láta okkur synda hring eftir hring í 40 mínútur.

 

Leikfimi er mun vinsælli en sund. Ég held að öllum finnist leikfimi mjög skemmtileg og tímarnir þar eru líka mjög fjölbreyttir. Í leikfimi erum við oft í leikjum eins og skotbolta, kíló eða boðhlaupi. Er ekki hægt að fara í þessa leiki í sundi líka? Ég held að öllum finnist mjög skemmtilegt að fara í leiki í sundi og líka mikil hreyfing þar sem allir myndu vilja taka þátt í því. En auðvitað að synda líka því hreyfingin er mikilvæg en eins og ég segi finnst mér tímarnir í sundi vera mjög einhæfir. Sund er kennt í öllum grunnskólum á Akureyri en þó er það ekki kennt eins í öllum skólunum. Í sumum skólum er það þannig að krakkar á elsta stigi fara aðeins í sund fyrir áramót eða eftir áramót. Mér finnst að það ætti að jafna það út og hafa eins í öllum skólum. Mér finnst sund mjög mikilvæg grein fyrir yngri krakka en mér finnst þetta ekki svo mikilvægt fyrir krakka á unglingastigi þar sem þeir eru búnir að vera að mæta í skólasund í sjö ár.

 

Mér fynndist alveg mega vera pínu fjölbreyttari tímar í sundi þar sem við kunnum að synda og kunnum sundbrögðin. Það þarf að samræma hvernig sund er kennt milli skóla og reyna að gera sundkennsluna svolítið skemmtilegri.

 

Sara Koldís 10. JAB