Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar:
Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla kl. 9:00 en fara síðan í stofur til að kveðja samnemendur og umsjónarkennara. Gert er ráð fyrir að þetta taki 45 - 60 mín.
Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir.
Útskrift 10. bekkjar:
Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00.
Myndataka af útskriftarnemum og kennurum fer fram í íþróttasalnum fyrir athöfn kl. 15:30. Eftir athöfnina verður kaffi í matsalnum fyrir útskriftarnema og aðstandendur.
Frístund er lokuð þennan dag.