Skólaslit 3. júní

Skólaslit hjá 1. – 9. bekk og sérdeild hefjast kl. 10:00 í íþróttahúsinu og í framhaldi kveðja þeir umsjónarkennara sína í heimastofum. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir. Áætlað að þetta taki um klukkustund. Frístund er lokuð.

Skólaslit hjá 10. bekk hefjast kl. 16:00 í íþróttahúsinu og eiga nemendur að mæta stundvíslega kl. 15:20 í íþróttahúsið því það verður byrjað á myndatöku. Að því loknu er hið hefðbundna kaffihlaðborð fyrir 10. bekk og aðstandendur í matsal Giljaskóla.