Skólahringurinn

Á hverju hausti hlaupum við krakkarnir og starfsfólk í Giljaskóla skólahringinn. Þá safnast allir nemendur og starfsfólk fyrir aftan skólann og byrja að hlaupa. Krakkarnir eru misjafnlega spenntir fyrir hlaupinu.  Sérdeildin fer fyrst af stað og svo fara þeir sem hlaupa hraðast og svo koll af kolli. Þegar við vorum á yngsta stigi var mjög spennandi að hlaupa þennan skólahring en því eldri sem maður verður þá er þetta ekki svo skemmtilegt. Við erum orðin latari og þessi hringur er okkar versti óvinur. Það er hægt að hlaupa einn til fjóra hringi. Flestir hlaupa einn til tvo hringi en nokkrir hlaupa alla fjóra. Við æfum í íþróttum fyrir þetta, við hlaupum litla skólahringinn með tímatöku. Skólahringurinn er u.þ.b 2,5 km og er í hann í halla og því þurfum við að fara upp brekku sem er erfitt en það er líka gott að fara niður. Fyrsti bekkur fer bara litla skólahringinn og hinir bekkirnir fara heilan skólahring.

Við í Giljaskóla hlaupum til styrktar ABC barnahjálp. Við styrkjum tvö börn sem heita Udaya og Venkateswaramma Manadapoti við höfum styrkt þau í u.þ.b 6 ár. Við styrkjum þau líka með því að setja 250 kr. Í bauk. Kostir við skólahlaupið er að við fáum að styrkja börn sem eiga minna en við. Það er mikilvægt að við sem höfum meira tökum okkur saman og styrkjum aðra sem minna mega sín. Það eru líka fleiri kostir við hlaupið eins og krakkarnir tala saman á leiðinni og stundum heyrir maður þau hlæja líka og auðvitað er hreyfing góð fyrir alla. En það eru líka gallar og þeir eru að hann er of langur og ef við eigum lítil systkini þá eru þau alltaf hjá okkur sem er ekki skemmtilegt þegar þú átt pirrandi lítið systkini. Þegar við erum búin að hlaupa þá má fara í sturtu og síðan er venjulegur skóladagur. Við höfum verið svo heppin að það hefur alltaf verið gott veður þegar hlaupið er.

Erla Vigdís Óskarsdóttir 8.SKB