Skíðadagur í Hlíðarfjalli fimmtudaginn 6. febrúar 2020

Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 er nemendum Giljaskóla boðið í Hlíðarfjall. Allar nánari upplýsingar eru í meðfylgjandi bréfi.

Við vonum að veðrið verði með okkur í liði og okkur takist að fara á áformuðum degi. Ef breytingar verða á því látum við ykkur að sjálfsögðu vita eins fljótt og auðið er. Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með tölvupósti og heimasíðu/facebooksíðu skólans.