Skápar og skólalóðin

Ég ætla að skrifa aðeins um skápa og skólalóðina. Mér finnst vanta skápa fyrir unglingastigið og leiktæki á skólalóðina. Þetta er kannski mikið sem ég er að biðja um en þetta vantar bara fyrir skólann. Ég ætla að byrja á því að fjalla aðeins um skápa.

Mér finnst að við í 8., 9. og 10. bekk (unglingastigið) eigum að fá skápa. Við erum með þungar töskur því við erum ekki alltaf í sömu stofu og þurfum því að hafa allt skóladótið með okkur í töskunum þá daga sem við erum í íþróttum og sundi. Við þurfum því að vera með tvær töskur. Á föstudögum erum við í vinnulotum (vinn) og þá erum við með svo margar bækur í töskunni. Það getur verið vesen að þurfa alltaf að vera að flytja bækur í og úr töskunni á morgnana. Skáparnir þurfa ekki að kosta eitthvað rosalega mikið. Það er hægt að leigja skápa og lása. Ég veit um marga sem væru til í það. Þetta er mín skoðun á skápum. Núna ætla ég að skrifa um skólalóðina. Mér finnst að við eigum að fá ný leiktæki fyrir krakkana sem fara út að leika sér. Rauði kastalinn er orðinn nokkuð gamall. Ég veit ekki hvað hann er búinn að vera lengi á skólalóðinni en hann er orðinn dálítið ljótur. Ég veit að skólinn á ekki mikla peninga og veit að við erum búin að fá svona svarta stóra rólu. Samt sem áður vantar fleiri leiktæki fyrir krakkana t.d. nýjan kastala því sá rauði er ekki lengur boðlegur.

Ég held að það saki ekki að kaupa  ný leiktæki. Varðandi peningahliðina mætti alveg reyna að safna í sjóð til að fjármagna ný tæki. Það eru til margar leiðir til að safna upp í skápa og ný leiktæki úti. Það er hægt að vera með bingó og ball.

Þetta var bara mín skoðun en þetta er samt það sem vantar fyrir skólann. Takk fyrir mig.

Lena Kristín Finnsdóttir 9.BIS