Skápar á unglingastig

Þegar maður er kominn á unglingastig þá á maður ekki sína eigin stofu lengur. Það þarf að flakka á milli stofa. Þá þurfum við að vera með öll gögnin og bækurnar í töskunni og þá verða töskurnar svo þungar og fara illa með bakið á okkur unglingunum. Það þarf að gera eitthvað í þessu, er það ekki?

Mér finnst að það þyrfti að seta skápa með lyklalás fyrir áttunda, níunda og tíunda bekk. Þá þurfa allir að passa lyklana mjög vel. En ef einhver týnir lyklinum sínum þarf hann bara að borga skólanum nýjan lykil. Það væri spurning um að setja skápa upp við steinvegginn á svölunum. Hvernig finnst ykkur sú hugmynd? Mér finnst það allavega góð hugmynd. Ef ykkur finnst það ekki góð hugmynd hvar annars staðar viljið þið hafa skápana? Ef skápar verða settir upp þá eru minni líkur á að dótinu verði stolið eða eyðilagt og þá verða unglingarnir ekki að kvarta lengur undan skápaleysi og bekverkjum útaf þungum töskum.

Ein breyting frá því að vera á miðstigi og að koma upp á unglingastig er að nú megum við vera inni í frímínútum. Við þurfum ekki að fara út og við förum í staðinn niður í matsal og borðum nestið okkar . Alla föstudaga í viku er hægt að kaupa sér snúð en maður þarf fyrst að panta sér annars er ekki hægt að kaupa sér snúð. Það er hægt að panta snúð með karamellu eða súkkulaði eða pepperoní múffu. Þetta kostar 250 krónur. Við höfum bara 20 mínútur í nesti. Við spjöllum saman og erum á netinu eða gerum eitthvað annað. Það er oftast hávær tónlist í nestistímanum en ef það er ekki þá hlusta ég bara á tónlist í símanum mínum.

Það er miklu betra að vera komin í áttunda bekk og mega vera inni í frímó,  því ef það er vont veður þá þurfum við ekki að fara út og líka ef það er gott veður. En við megum alveg fara út ef við viljum og höfum tíma til að fara út. Það verður svo mikið betra ef það verður sett skápa fyrir unglingana. Setja skápa með lyklalás og passa lykilinn vel.

Þórunn Jóna. 8.SKB.