Símalaus vika 9. - 13. des.

Vikuna 9. - 13.desember verður símalaus vika í öllum skólum Akureyrar. Við í Giljaskóla erum að sjálfsögðu með í því. Það þýðir að nemendur eiga ekki að vera með símana á lofti í frímínútum en unglingastigið hefur mátt það þar sem þau eru inni. Nemendur á miðstigi og yngstastigi, sem eru með síma, passa að hafa hann á flugstillingu, slökt á hljóði eða slökt á símanum á meðan að skóla stendur. nemendaráð skólans hefur undirbúið dagskrá fyrir unglingastigið til að skemmta sér við í frímínútum.