Síma- og Ipadanotkun í skólastofum

Ipadar eru orðnir algengir í kennslustofum grunnskóla. Það eru farsímar líka. Eru þessi tæki truflandi eða gagnleg?

Ég ætla að fjalla um síma- og ipadanotkun í skólastofum sem mér finnst vera truflandi og eiga ekki að vera þarna inni. Mér finnst að þegar nemendur koma inn í skólastofur gæti kennarinn t.d. verið með körfur þar sem hægt er að geyma síma og ipada á meðan kennslustund stendur. Mér finnst að það mætti alveg hafa 1-2 daga í mánuði þar sem nemendur mega hafa síma og ipada í einhverjum kennslustundum, eftir því hvað kennarar ákveða. Mér finnst samt að það megi ekki nota símana og ipadana til þess að fara á instagram, facebook, snapchat, hringja eða senda skilaboð einungis til þess að hlusta á tónlist eða kannski smá leiki í lok kennslustundar. Eða jafnvel til að vinna í. Það má alveg gera undantekningar frá þessari reglu, þegar t.d. við erum að vinna verkefni eins og þetta. Þá mætti veita leyfi til þess að koma með ipadana til þess að vinna í þeim. Mér finnst símar gagnlegir þegar maður þarf að hringja og/eða senda skilaboð. Ég nota símann aðallega til þess. Ég tek símann minn aldrei með í skólann. Ég vil ekki týna honum og síðan þarf ég ekki að nota hann í skólanum. Ipadar finnst mér gagnlegir vegna þess að þeir geta hjálpað t.d. einhverfum að tjá sig. Það eru til góðir þroskaleikir í þeim. Þeir eru líka góðir til að hjálpa þeim að læra orð, stafi, tölur, stafrófið, heiti á húsgögnum og fleira.

Það er augljóst að ipadar geta gagnast mjög vel í kennslustundum en geta samt haft truflandi áhrif ef ekki er haldið vel utan um notkunina. Farsímar ættu kanski bara að vera eftir heima. Er það ekki?

Kristrún Ósk Guðlaugardóttir 9. KJ