Sérdeild Giljaskóla fær sýndarveruleikagleraugu að gjöf

Þann 28. apríl kom góður gestur í sérdeild Giljaskóla. Hann heitir Piotr Loj og erindi has var að færa deildinni sýndarveruleikagleraugu frá Góðvild og Virtual Dreams Foundation. Í heimsókninni kynnti hann þau tækifæri sem gleraugun geta skapað, fræddi starfsfólkið og kenndi á gleraugun. Við erum öll afar þakklát fyrir þessa rausnarlegu og góðu gjöf sem býður upp á margt skemmtilegt og spennandi og endalausar upplifanir. Það er frábært að fá tækifæri til að nýta þessa einstöku tækni fyrir nemendur okkar.