Saga Giljaskóla

Giljaskóli er að mínu mati frábær skóli og engu mætti breyta. Í Giljaskóla er fjölbreytt nám og skólastarf. Bekkir eru frá 1-10 og svo er líka sérdeild. Veturinn 2015-2016 eru nemendur 385 og starfsfólk er 72 talsins.

Haustið 1995 hóf Giljaskóli starfsemi í húsnæði leikskólans Kiðagils með þrjár kennslustofur, lítið rými fyrir undirbúningsaðstöðu kennara og skrifstofu skólastjóra. Annað starfsmannarými var sameiginlegt með leikskólanum svo og skólalóð. Á öðru ári var húsnæðið orðið of lítið og var þá bætt við einni kennslustofu. Upprunalega var stefnt að því að fyrsti hluti byggingaráfanga Giljaskóla yrði tilbúinn haustið 1997 en það gekk ekki. Þá hélt skólinn áfram á Kiðagili með viðbótarhúsnæði í sal leiksólans. Einnig var fenginn lítill sumarbústaður sem nýttur var fyrir skrifstofu skólastjórnenda og sérkennslu­rými. Árið 1998 var Giljaskóli fluttur inn í fyrri hluta fyrsta áfanga nýrrar skólabyggingar, þriggja hæða kennslustofuálmu. Um haustið það sama ár var skólinn tilbúinn til notkunar seinni hluti fyrsta áfanga, stjórnunarrými og skólavistun. Þá var búið að byggja um 2.100 m2 en fullbyggður er skólinn um 4.500 m2 og íþróttahúsið talið með. Það var rúmt um nemendur í nýrri skólabyggingu fyrstu tvö árin.
Haustið árið 2000 var skólahúsnæðið orðið of lítið og þá voru fengnar þrjár lausar kennslustofur. Fram til ársins 2002 var kennt á mörgum stöðum. Íþróttakennsla fór fram í Oddeyrarskóla og íþróttahúsinu við Laugargötu. Smíðar voru kenndar í Oddeyrarskóla, sundkennsla í báðum laugum bæjarins og  heimilisfræði fyrir elstu nemendur skólans fór fram í Oddeyrarskóla. Haustið 2002 var skólinn loks fullbyggður, fyrir utan íþróttahús, og voru þá teknar í gagnið langþráðar sérgreinastofur.

Giljaskóli er nú einsetinn skóli, kennsla hefst kl. 8:00 að morgni. Árið 2007 var hafist handa við hönnun íþróttahússins og var fyrsta skóflustungan tekin að húsinu þann 4. júní 2008. Verklok voru á haustdögum 2010 þá hafði Giljaskóli sitt eigið íþróttahús og  við það var byggt líka fimmleikasalur fyrir Fimleikafélag Akureyrar. Haustið 2015 komu hænur í Giljaskóla. Þær eru staðsettar í milligarði skólans og lifa þar góðu lífi.

Giljaskóli er ungur skóli en þrátt fyrir það er hann frábær. Þegar ég skipti úr gamla skólanum mínum yfir í Giljaskóla út af einelti leið mér miklu betur. Eineltið hætti, ég einaðist fleiri vini og betra líf.

Sara Agneta 9. SKB