Réttindaskólinn - aðgerðaáæltun

Haustið fer vel af stað og innleiðing réttindaskólans gengur vonum framar. Við erum afskaplega stolt af nemendum í réttindaráði og eiga þeir hrós skilið fyrir sitt framlag. Bráðum líður að úttekt þar sem UNICEF mun vega og meta innleiðinguna og hvort við séum hæf til að hljóta viðurkenningu sem Réttindaskóli þann 20. nóvember. Á fyrstu vikum haustsins vann réttindaráð að því að tengja greinar barnasáttmálans við aðgerðaáætlunina. Hér má finna hana. Við erum spennt fyrir því að ljúka innleiðingarferlinu á næstu vikum.