Réttindaskóli UNICEF

Nú í haust hóf Giljaskóli þá vegferð að innleiða réttindaskóla og réttindafrístund UNICEF. Í stuttu máli er réttindaskóli og réttindafrístund, skóli sem gætir þess að barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna sé virtur í öllu starfi. Með því er starfsfólk skólans að mynda skjaldborg utan um börnin og gæta þess að þeirra réttindi séu virt og fræða þau um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta.

 

Upphafið að starfinu með börnunum voru þemadagarnir sem voru haldnir í síðustu viku en þemað var einmitt barnasáttmálinn. Þar var unnið mikið starf, bæði áhugavert og skemmtilegt.

 

Hluti af innleiðingarferlinu eru kannanir sem lagðar verða fyrir börnin nafnlaust, þar sem viðhorf þeirra verða könnuð, bæði til barnasáttmálans sem og líðan þeirra þegar kemur að öryggi og aðgengi í skóla og frístund.

 

Einnig verður á næstu dögum og vikum myndað réttindaráð sem mun vera lykilþátttakandi í innleiðingarferlinu. Það ráð þarf að endurspegla, á sem bestan máta, þá flóru sem Giljaskóli er. Í ráðinu verða því börn, foreldrar og starfsfólk skólans. Gætt verður að því að börn verði í meirihluta. Ef eitthvert foreldri hefur áhuga á að sitja í ráðinu, þá er viðkomanda bent á að hafa samband við Söndru Rebekku, sandrar@giljaskoli.is. Einnig er öllum spurningum beint á sama netfang.

 

Ef þið viljið kynna ykkur réttindaskóla og réttindafrístund UNICEF betur, má nýta sér eftirfarandi:

Hér má sjá myndband sem UNICEF gaf út þar sem réttindaskólar og réttindafrístund er útskýrð. Hér er tengill á heimasíðu UNICEF fyrir réttindaskóla og réttindafrístund.

 

Fyrir hönd réttindanefndar

Sandra Rebekka