Píptest

Giljaskóli er góður og flottur skóli að mestu leyti. Það er ekki margt sem ég myndi vilja breyta. Íþrótta kennsla er góð fyrir utan það að það er stundum píptest sem er tæknilega hlaupapróf sem gengur útá það að hlaupa sem lengst eða mest. Það eru fullt af ástæðum fyrir því að mér finnist þetta ónauðsynlegt. Til dæmis eru margir krakkar stressað yfir því að þeim verði strítt fyrir að ná kannski ekki jafn langt og hinir en eru kannski bara ekki með nógu gott þol. Þetta „próf“ er nokkrum sinnum á skólaári.

Píptest  gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Jafnt og þétt styttist tíminn sem krakkarnir hafa til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir. Og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa.

Ástæðan fyrir að flestir krakkar verða stressaðir yfir þessu er að sumir eru kannski veikir og eiga erfitt með öndun þegar þeir hlaupa mikið. Sumir krakkar óttast að þeim verði strítt ef þeir ná ekki miklu eða jafn hátt og hinir krakkarnir. Sumir krakkar eru ekki að æfa neina íþrótt og eru þar af leiðandi ekki með gott þol og það getur verið erfitt fyrir þá.

Mörgum krökkum líður ílla yfir að vera ekki með gott þol,og verða stressaðir að hlaupa fyrir framan bekkinn. Það eru líka til krakkar sem ofgera sér og hlaupa þangað til þeir bara geta ekki meira. Það eru alveg til nokkur dæmi um að krakkar sem ofgera sér lendi uppá sjúkrahúsi eða kannski æli eftir þetta. Það er alveg örugglega ekki tilgangurinn með þessu „prófi“.

Mér persónulega finnst þetta vera tilgangslaust. Þetta sýnir ekkert nema hvað við getum hlaupið ef við reynum virkilega mikið á okkur. Og það reyna kannski ekki allir mjög vel á sig. Íþróttir eru samt nauðsynlegar. Það er gott að hreyfa sig og það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt. Og í íþróttum í Giljaskóla er mjög fjölbreyttar íþróttir og þess vegna finnst mér píptest tilgangslaust.

Að þessu gefnu þá má velta fyrir sér hvort þetta „próf“ eigi yfir höfuð rétt á sér. Ef að prófið veldur jafnvel meiri kvölum og vanlíðan þá er kannski rétt að endurskoða þetta. Svo má spyrja sig hvort það sé eðlilegt að krakkar í grunnskólum séu að taka sama próf og hermenn,  lögreglumenn og atvinnumenn í fótbolta.

 

http://www.hugi.is/ithrottir/greinar/558404/piptest/

http://www.visir.is/endadi-a-spitala-eftir-piptest/article/2013130409911

 

Unnur Birta Sævarsdóttir 8. RK