Peysusala á skólasetningu 22. ágúst- fjáröflun 10. bekkjar

Nemendur 10. bekkjar munu selja skólapeysur/hettupeysur og einnig sundpoka með merki skólans á skólasetningardag 22. ágúst og eftir hádegi vikuna 25-29, nákvæmari tímasetning kemur síðar. Hægt verður að kaupa nafn á peysuna, það er að segja fá hana merkta eigandanum.
Vonandi sjáum við sem flesta koma og máta, velja sér lit og auðvitað kaupa. Nemendur 10. bekkjar eru hrifin af peysunum. 
 
Bestu kveðjur
Fyrir hönd 10. bekkjar
Sigfús Aðalsteinsson og umsjónarkennarar 10. bekkjar.