Opinn prjónatími

Miðvikudaginn 2. október var opinn prjónatími hjá 4. bekk. Þá fengu allir nemendur í textílhópnum að bjóða einum fullorðnum með sér til þess að aðstoða sig við að læra að prjóna. Eftir að hafa glímt við prjónana í um klukkustund fengu allir hressingu bæði börn sem fullorðnir. Allir nutu samverunnar og ungu prjónararnir fóru úr tímanum glaði og stoltir af vinnu sinni. Þetta er fjórða árið sem þessi viðburður er haldinn og hefur gefið mjög góða raun. Markmið þessara tíma er fyrst og fremst að nemendur fái jákvæða upplifun af því að læra að prjóna því eins og flestir vita geta fyrstu skrefin í að læra að prjóna verið mjög erfið.

 

Hér má sjá myndir