Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur á unglingastigi leggja af stað í Ólympíuhlaup ÍSÍ
Nemendur á unglingastigi leggja af stað í Ólympíuhlaup ÍSÍ

Í gær tóku nemendur og starfsfólk Giljaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Rásmarkið var á gangstígnum vestan við skólann og var hlaupinn hringur sem er 2,5 km. Nemendur höfðu val um fjölda hringja sem þeir hlupu og var kappið mikið í krökkunum og margir fóru tvo, þrjá og jafnvel fjóra hringi. Til að skapa stemningu í kringum hlaupið var spiluð hressileg tónlist á skólalóðinni og öllum boðið upp á að fá sér niðurskorna ávexti. 

Hér má sjá upplýsingar um hlaupið á vef Íþrótta- og ólypíusambands Íslands.