Nýtum rýmið í Giljaskóla betur

Það mætti nýta rýmið í Giljaskóla, bæta kennslurými og minnka hættu á slysum vegna opna svæðisins sem er á milli hæða.

Mér finnst rýmið í Giljaskóla ekki nógu vel nýtt. Það væri hægt að bæta við fullt af stofum og kennslurými. Svo erum við hér í Giljaskóla með þrjár hæðir. Mjög hátt fall er frá þriðju hæð og niður á þá fyrstu  og krakkar hafa oft misst hluti niður. Í reglum Giljaskóla segir að ef þú hendir hlutum niður þá verður þú sendur til skólastjórans. Svo erum við með sérdeild hérna á fyrstu hæð. Ef til dæmis dettur flaska með vatni í getur það valdið miklum skaða ef krakkarnir þar fá hana í sig. Þess vegna finnst mér að það ætti að brjóta niður handriðin sem eru á hæðunum og gera gólf alla leiðina yfir. Þá skapast engin hætta á að krakkar missi eitthvað niður og að einhver skaðist. Hávaðinn sem myndast líka er alveg svakalegur. Ég get heyrt hvað krakkar eru að tala um sem eru á fyrstu hæð sem er ekki gott og getur skaðað vinnufrið, sem er ekki gott fyrir skólann sjálfan. Ef gólfið yrði sett þá yrði meira kennslurými og það gæti bara orðið fínt og hentugt fyrir skólann. Í öllum stofum á þriðju hæð er mjög hátt til lofts. Það væri þá kannski hægt að setja aðra hæð og þar hægt að hafa lestrarloft og sófa þar sem væri friður til að lesa og ef einhverjir væru búnir með verkefnin sín þá mættu þeir vera þar í símanum eða lesa. Þá skapast líka minni hávaði inn í stofunni. Þetta yrði þá kannski bara gert yfir sumarið þegar krakkar væru í sumarfríi. Þegar nemendur koma aftur eftir sumarfríið sjá þeir þetta og vinna kannski betur vegna breytinga. Það gæti bara verið líka fín tilbreyting að fá svona flottar nýjungar í Giljaskóla.

Með þessu getum við hér í Giljaskóla bætt við kennslurými og gert góðar og hentugar breytingar og minnkað slysahættu vegna þessa bils á milli hæða.

Atli Rúnar Arason 9. KJ.