Nemendur 6. bekkjar byggja íslenskar byggingar í Minecraft

Á dögunum var 6. bekkur með Minecraft dag, en þá fengu nemendur það verkefni að velja sér byggingu á Íslandi til að byggja í Minecraft. Nemendur höfðu mjög gaman af og stóðu sig frábærlega og unnu sumir í sínu verkefni allan skóladaginn. Á meðfylgjandi mynd má sjá hve þeim Magneu Ýr og Guðnýju tókst vel til.